Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað og er einhver skyldleiki milli þessa orðs og enska orðsins TRESpassing?Orðið tráss ‘þrái, þrjóska’, sem dæmi eru um í málinu allt frá 16. öld, er að öllum líkindum tökuorð úr gamalli dönsku trotz, tratz, en í nútímadönsku er orðið trods. Danska orðið er fengið að láni frá miðháþýsku trutz, tratz sem í nútímaþýsku er Trotz ‘þrjóska, þverleiki’. Í eldri íslensku var til atviksorðið og forsetningin tráss í merkingunni ‘þrátt fyrir’. Hún er einnig fengin úr dönsku trods sem aftur tók að láni frá þýsku trotz. Engin tengsl eru sjáanleg við enska orðið trespassing. Það er myndað af sögninni trespass, sem fengið var að láni frá fornfrönsku trespas ‘för yfir e-ð, leið; lögbrot’ sem í nútímafrönsku er trépasser og notað í merkingunni ‘deyja’.
Útgáfudagur
3.8.2006
Spyrjandi
Fjóla Guðmundsdóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6104.
Guðrún Kvaran. (2006, 3. ágúst). Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6104
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6104>.