Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 748 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa apar kímnigáfu?

Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar flík er mussa og hvaðan er orðið komið?

Orðið mussa merkir annars vegar ‛tvíhneppt ytri flík karlmanns’ en hins vegar ‛heil víð (bómullar)skyrta’. Í elsta máli var um að ræða einhvers konar skyrtu sem höfð var undir brynju eða pansara. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeir...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?

Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssona...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?

Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...

category-iconHugvísindi

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?

Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir leghálskrabbamein sér og hvernig er unnið á því?

Leghálskrabbamein á upptök sín í þeim hluta legsins sem kallast legháls en hann er þar sem leggöng tengjast neðsta hluta legbolsins. Frumulag sem kallast flöguþekja þekur leggöngin en svokölluð kirtilþekja sjálfan legbolinn. Langflest leghálskrabbamein (um 90%) eiga upptök sín þar sem kirtilþekjan mætir flöguþekju...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?

Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...

category-iconHeimspeki

Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...

category-iconHugvísindi

Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?

Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað? Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr bla...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir 'halló' eiginlega?

Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyr...

Fleiri niðurstöður