Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 645 svör fundust
Hver eru sérsvið afbrotafræðinnar?
Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrotafræðin er vísindaleg rannsókn á afbrotum, afbrotahegðan og viðurlögum. Mikilvægt einkenni afbrotafræðinnar er þverfaglegt eðli hennar. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum vi...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Hver skapaði Guð?
Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...
Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...
Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?
Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...
Mega hundar éta kattamat?
Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda. Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþö...
Tengist bílda germanska orðinu Bild?
Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...
Af hverju er smekkur manna mismunandi?
Segja má að í Evrópu sé ekki farið að nota hugtakið “smekkur” í fagurfræðilegri merkingu fyrr en á 18. öld (á Íslandi vart fyrr en um miðja 19. öld). Hugmyndir um smekk uxu upp úr kenningum um innra fegurðarskyn. Þekktustu rit um þessi efni eru ritgerð Humes um smekkvísi, On the Standard of Taste (1757), og rit Ka...
Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?
Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...
Hvernig er best að kenna íslenska málfræði?
Áður en þessari spurningu er svarað þarf fyrst að átta sig á því hvað á að kenna og til hvers. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er markmið íslenskukennslu meðal annars að „fræða um mál og bókmenntir og ... efla færni í málnotkun“ og svipað á við um framhaldsskólann. Spurningin er þá hvernig málfræðikennsla tengist ...
Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum?
Það getur verið vandaverk að staðsetja uppgraftarsvæði þannig að svör fáist við þeim spurningum sem lagt er upp með í fornleifarannsókn. Stundum er það tiltölulega einfalt, til dæmis þegar rannsaka á byggingar sem ennþá sést móta fyrir, en þá getur samt verið álitamál hversu langt út fyrir veggi uppgröfturinn er l...
Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?
Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...
Hvaða rannsóknir hefur Brynhildur Þórarinsdóttir stundað?
Brynhildur Þórarinsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa helst að lestraráhuga og lestrarvenjum, lestraruppeldi og sambandi lestraráhuga og lestraruppeldis eða bakgrunns barna. Hún hefur til að mynda birt greinar um þróun lestrarvenja íslenskra unglinga í evrópskum samanbur...
Hver er mismunur á launum kynjanna?
Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...
Hvað er pósitífismi?
Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...