Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 569 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers er millikælir í dísilvélum?

Til að auka afl dísilvélar er algengt að nota túrbínuforþjöppu (e. turbocharger) til að pressa loftið sem fer inn á vélina. Þannig kemst meira loft inn á vélina í hverjum snúningi. Ef vélin fær meira loft er hægt að brenna meira eldsneyti í hverri sprengingu og þá eykst afl vélarinnar. Túrbínuforþjappan notar útbl...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?

Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er kraftur sama og orka?

Nei, kraftur og orka eru ólík fyrirbæri eins og þeim er lýst í eðlisfræði. Ef verkað er með krafti á hlut breytist hraði hans, hann fær hröðun eins og það er kallað. Þegar bolta er kastað upp í loft verkar höndin sem kastar með krafti á boltann, hann fær hraða upp og flýgur upp í loft. En þyngdarkrafturinn verkar ...

category-iconLandafræði

Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?

Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið. Svarið við spurn...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur? Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?

Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að auka melanín í líkamanum?

Melanín er litarefni húðar og hárs. Hversu mikið melanín er í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Talsvert hefur verið fjallað um melanín á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum eftir sama höfund: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir lýsingarorðið óhultur og er líka hægt að vera hultur?

Lýsingarorðið óhultur merkir ‘öruggur, sá sem ekki er í hættu’ og eru elstu dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 18. öld í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Sama er að segja um lýsingarorðið hultur sem notað er í sömu merkingu. Aðeins óhultur er notað í latnesk-íslenskri orðabók Jóns Ár...

Fleiri niðurstöður