Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 358 svör fundust
Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?
Þegar húðflúr er búið til er litarefnum sprautað djúpt inn í húðina um lítil göt sem gerð eru á húðþekjuna. Litaragnirnar eru það stórar að átfrumur líkamans ná ekki að fjarlægja þær. Litarefnin, og þar með húðflúrið, sitja því þar það sem eftir er ævinnar nema sérstakar aðgerðir komi til. Til eru nokkrar aðfe...
Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?
Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins. Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað v...
Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?
Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...
Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?
Virðisaukaskattur leggst ofan á verð vöru og þjónustu. Skattþrepin eru tvö, 24,5% og 14%. Ef við tökum sem dæmi vöru í hærra skattþrepinu sem seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir þá verður útsöluverð hennar, með 24,5% virðisaukaskatti, 1.245 krónur. Þetta má til dæmis reikna með því að margfalda 1.000 með 1+24,5...
Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?
Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...
Hvað heita tungl Júpíters, hvað eru þau þung, hvað eru þau stór og hvað eru þau mörg?
Samkvæmt nýjustu upplýsingum (í mars 2021) ganga að minnsta kosti 79 þekkt tungl umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter. Af þeim hafa 53 fengið opinber nöfn en hin ekki. Tungl Júpíters skiptast í tvo hópa, óregluleg og regluleg. Reglulegu tunglin eru átta talsins. Þau sveima öll á reglulegum spor...
Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá ...
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?
Greinilegt er að margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Aðrir spyrjendur eru Kjartan Guðmundsson, Gunnlaugur Johnson, Ingvi Gautsson, Hera Ólafsdóttir, Andri Þorvaldsson, Orri Steinarsson, Þorsteinn Pálmason, Georg Ólafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Hlynsson og Sirrý Ólafsdóttir. Hér er einnig að finna sva...
Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?
Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...
Rennir maður frönskum rennilás?
Rennilás er ekki gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá því um miðja 20. öld. Í Íslenskri orðabók frá 1963 (bls. 524) er rennilás lýst þannig: 'tveir (málm)borðar með sérstökum útbúnaði til að loka opi, jöðrum á flík e.þ.h.' og virðist það í fyrsta sinn sem orðið kemst í orðabók. Franskur ...
Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...
Ég er með stafrænar myndir í mikilli upplausn. Ef ég minnka þær og set á vef taka þær þá ekki minna pláss?
Almennt má segja að ekki er þörf á jafnmikilli upplausn í myndum á vefnum og á pappír. Þess vegna er til dæmis yfirleitt ekki hægt að birta myndir frá vefnum óbreyttar á pappír ef gerðar eru venjulegar gæðakröfur um birtingu. Í flestum myndvinnsluforritum getur notandinn stýrt upplausninni á myndinni sem hann e...
Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?
Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur h...