Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku? Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á fl...
Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?
Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...
Hvað er ADHD?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...
Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?
Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’. Elstu dæmi Orðabókarinna...
Hvernig fara menn með fleipur?
Hvorugkynsorðið fleipur merkir ‘blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir’. Náskylt er hvorugkynsorðið fleip í sömu merkingu. Nafnorðin eru leidd af sögnunum fleipra, fleipa ‘blaðra, þvaðra’. Fleipur merkir blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir. Að fara með fleipur merkir því að segja eitthvað sem ekki stenst...
Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...
Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?
Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...
Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?
Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...
Við hvaða hitastig frýs bensín?
Bensín er ekki hreint efnasamband (e. chemical compound) heldur flókin efnablanda (mixture) sem svo er kallað, það er að segja blanda af mörgum efnasamböndum. Helstu efni í því eru vetniskol (hydrocarbons) eins og hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18) auk annarra eldsneytistegunda og íbótarefna sem er...
Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?
Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...
Hvaðan kemur olían og klárast hún einhvern tímann?
Jarðolía myndast úr plöntu- og dýraleifum sem safnast saman á sjávarbotni. Fyrir tilstuðlan gerla og hvata, þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs taka leifarnar ýmsum efnabreytingum og verða með tímanum að olíu. Olían er takmörkuð auðlind. Nú er talið að í jörðu séu um 1.000 milljarðar tunna en það samsvara...
Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?
Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...
Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?
Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...
Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?
Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algeng...
Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?
Orðasambandið er að berja einhvern eða eitthvað augum. Það er til í fornu máli í dálítið annarri gerð. Hún er að berja augum í eitthvað í merkingunni 'hugleiða eitthvað, velta einhverju fyrir sér' og hefur þetta samband lifað fram á þennan dag. Þegar menn berja eitthvað eða einhvern augum, horfa þeir hvasst á ei...