Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 167 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?

Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?

Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?

Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...

category-iconVísindi almennt

Hvað var fundið upp á 19. öld?

Margt af því sem nýtist okkur í daglegu lífi má rekja aftur til 19. aldarinnar. Sumir vilja jafnvel meina að á seinni hluta 19. aldar hafi orðið iðnbylting númer tvö sem grundvallaðist á hagnýtingu rafmagns og nútíma framleiðslu og notkun á bæði jarðolíu og stáli. Það er of langt mál að telja upp ALLT það s...

category-iconEfnafræði

Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?

Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni. Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og...

category-iconHugvísindi

Hvernig dó Tolstoj?

Lév Nikolajevítsj Tolstoj greifi fæddist 28. ágúst árið 1828 í Jasnaja Poljana í Túla-héraði í Rússlandi. Foreldra sína missti hann ungur að árum og móður sína þekkti hann aldrei. Sextán ára var hann sendur í fóstur til frænku sinnar í Kazan og stuttu síðar hóf hann nám í austurlenskum málum og lögfræði við háskól...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast fellingafjöll?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig myndaðist Everest-fjall?Saga hugmynda um tilurð fellingafjalla fléttast sögu jarðfræðinnar sjálfrar í 250 ár. Með framþróun jarðfræðikortlagningar á 19. öld var sýnt fram á það að í Ölpunum hefðu jarðlög flust langar leiðir lárétt og myndað svokallaðar „nappes“ ...

category-iconHugvísindi

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?

Upprunalega hljóðaði spurningin svo:Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma? Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve h...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?

Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...

category-iconLæknisfræði

Hvenær kom skaðsemi reykinga fyrst í ljós og hvað gerðist í kjölfarið?

Upprunalega spurning Snædísar Ingu hljóðaði svona: Hvaða ár var uppgötvað að reykingar eru skaðlegar og hver uppgötvaði það? Tóbaksplantan er upprunnin frá Ameríku. Fyrir þúsundum ára reyndu töfralæknar í Nýja heiminum að nota reyk úr tóbaksplöntum til að meðhöndla ýmsa kvilla auk þess sem tóbak var notað í...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?

Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær voru jarðskjálftamælar fundnir upp og hvenær komu þeir fyrst til Íslands?

Fyrstu raunverulegu jarðskjálftamælarnir komu til sögunnar undir lok nítjándu aldar og ollu þeir byltingu í túlkun manna og mati á jarðskjálftahreyfingum. Luigi Palmieri (1807-1896) var ítalskur veðurfræðingur og eðlisfræðingur, en upphaflega menntaður sem arkitekt. Honum tókst að smíða nothæfan jarðskjálftamæl...

Fleiri niðurstöður