Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 122 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?

Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í le...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?

Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?

Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...

category-iconLæknisfræði

Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni? Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á ten...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er typpið vöðvi?

Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?

Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig virkar vaxtarhormón?

Vaxtarhormón manna (e. human growth hormone, HGH) myndast í heiladingli okkar alla ævi. Seyti þess nær hámarki á unglingsárunum þegar fólk tekur vaxtarkipp en fer minnkandi eftir það. Allar frumur líkamans hafa viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumurnar og myndun prótína úr þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?

Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að auka súrefnisupptöku í blóði, til þess að bæta árangur með löglegum hætti í hlaupum?

Árangur í langhlaupum er sterklega tengdur getu vöðvanna til að nota súrefni. Hjá heilbrigðu fólki geta vöðvarnir notað mun meira af súrefni en blóðið nær að flytja til þeirra. Því skiptir verulegu máli hversu mikið súrefni blóðið getur flutt. Súrefni, eins og flest annað efni, flæðir frá svæðum þar sem styrk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?

Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...

category-iconLæknisfræði

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?

Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur þú sagt mér um lungun og hvað öndum við mörgum lítrum af lofti að okkur á sólarhring?

Lungun eru tveir svampkenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Þau eru helstu öndunarfæri líkamans. Barkinn leiðir innöndunarloft ofan í lungun en hann klofnar í tvær berkjur sem síðan greinast í sífellt minni berklur í hvoru lunga. Á endum minnstu berklnanna eru klasar af blöðrum, svokölluðum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður húðslit?

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...

Fleiri niðurstöður