Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 273 svör fundust
Hvernig verða kórallar til?
Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...
Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?
Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Hvað gerist í kransæðakerfi líkamans við mikla áreynslu?
Orkuþörf líkamans er breytileg og gerir kröfur til hjartans um síbreytileg afköst. Kransæðakerfið þarf að geta brugðist hratt við aukinni orkukröfu hjartans með meira blóðflæði. Við það eitt að fara úr hvíldarstöðu í mikla áreynslu getur blóðflæðið 5-6 faldast í heilbrigðu kransæðakerfi. Lífeðlisfræði kransæða...
Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?
Antares er mjög stór af reginrisa að vera. Hún er um 700 sinnum stærri en okkar sól í þvermál en er "aðeins" 10-15 sinnum þyngri. Antares er fimmtánda skærasta stjarnan á himninum. Þó að Antares hafi um langa hríð verið talin vera bjartasta sólin í heimi (að raunbirtu, það er að segja miðað við fjarlægð) er hú...
Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?
Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina. Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þé...
Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar. Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur. Vatnsmelón...
Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?
Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmá...
Er jörðin fullkomlega hnöttótt?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Nei, það er hún ekki. Jörðin er mjög nálægt því að vera hnöttótt, en vegna snúnings hennar um möndul sinn og ónógs miðsóknarkrafts er hún eins og miðaldra karl með vömb; örlítið flatari við pólana og með bungu um miðbauginn. Þetta frávik frá kúlulögun veldur því að þve...
Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?
Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...
Hver er kornastærð gjósku?
Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...
Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?
Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...
Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?
Þrátt fyrir að gríðarlegur stærðarmunur sé á sólinni og tunglinu spanna þau nánast jafnstór horn á himninum eða um hálfa gráðu. Eftir því sem best er vitað er hér einungis um tilviljun að ræða. Til að reikna hornspönn hlutar á himninum má nota eftirfarandi formúlu:a = (57,3 * D) / dþar sem a stendur fyrir horns...