Antares er mjög stór af reginrisa að vera. Hún er um 700 sinnum stærri en okkar sól í þvermál en er "aðeins" 10-15 sinnum þyngri. Antares er fimmtánda skærasta stjarnan á himninum. Þó að Antares hafi um langa hríð verið talin vera bjartasta sólin í heimi (að raunbirtu, það er að segja miðað við fjarlægð) er hún það ekki. Við litum í Universe og komumst að því að til eru skærari stjörnur. Má þar til dæmis nefna Rigel og Deneb. Birtustig er helsta aðferðin sem við höfum til að meta stærð stjörnu. Viðbót ritstjórnar: Stærsta stjarna sem þekkt er í dag nefnist Pistol star eða Skammbyssustjarnan. Hún er 25.000 ljósár frá jörðu, staðsett í Skammbyssu-geimþokunni. Skammbyssustjarnan er um 100 sólarmassar og 10 milljón sinnum bjartari en sólin okkar. Þrátt fyrir þessa gífurlegu birtu er ekki hægt að sjá hana með berum augum sökum geimryks milli hennar og jarðarinnar. Heimildir: Kaufmann og Freedman, 1999. Universe, 5. útg. New York: Freeman. Síða um Skammbyssustjörnuna hjá NASA. Myndin er í eigu Royal Observatory, Edinburg og er fengin héðan Áhugaverðir tenglar: The Nine Planets
Astronomy Picture of the Day Sjá einnig: Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?