Til þess að ljósmynda þessa stjörnu notuðu stjörnufræðingar innrauða myndavél Hubblesjónaukans sem kallast "Near-Infrared Camera and Multi-Object Spectrometer" (NICMOS). Myndin sem hér fylgir sýnir okkur gjósandi stjörnu og gasið (rauða þokan umhverfis hana) sem hún hefur sent frá sér. Svo virðist sem stjarnan hafi blásið frá sér ytri lögum sínum í ofsafengnum gosum og myndað þar með þokuna. Þokan umlykur stjörnuna og er hún áberandi á myndinni. Innri bygging þokunnar gefur til kynna að stjarnan hafi blásið frá sér efni í tveimur stórum gosum fyrir um 6000 og 4000 árum. Þokan er um fjögur ljósár að stærð, en það er næstum því fjarlægðin milli sólar og næstu stjörnu, Proxima Centauri (meira en 40,000,000,000,000 km!). Skammbyssustjarnan gæti hafa byrjað líf sitt með efni á við um 200 sólarmassa, en síðan hefur stjarnan blásið frá sér efni í mjög kröftugum sólgosum. Í nýlegustu gosunum gæti stjarnan hafa blásið frá sér efni á við 10 sólarmassa! Slík stjarna ætti að vera mjög björt á næturhimninum, en ský úr smáum rykögnum sem eru á milli okkar og miðju Vetrarbrautarinnar, gleypir ljósið frá stjörnunni og gerir hana ósýnilega. Ef miðgeimsrykið væri ekki til staðar sæist þessi stjarna með berum augum jafnvel þó svo að hún sé í 25.000 ljósára fjarlægð. Vegna ryksins kemst hins vegar aðeins ein af hverjum milljarði ljóseinda frá stjörnunni alla leið til jarðar. Aðalheimild: Fréttatilkynning frá Hubble-sjónaukanum Sjá einnig: Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?
Til þess að ljósmynda þessa stjörnu notuðu stjörnufræðingar innrauða myndavél Hubblesjónaukans sem kallast "Near-Infrared Camera and Multi-Object Spectrometer" (NICMOS). Myndin sem hér fylgir sýnir okkur gjósandi stjörnu og gasið (rauða þokan umhverfis hana) sem hún hefur sent frá sér. Svo virðist sem stjarnan hafi blásið frá sér ytri lögum sínum í ofsafengnum gosum og myndað þar með þokuna. Þokan umlykur stjörnuna og er hún áberandi á myndinni. Innri bygging þokunnar gefur til kynna að stjarnan hafi blásið frá sér efni í tveimur stórum gosum fyrir um 6000 og 4000 árum. Þokan er um fjögur ljósár að stærð, en það er næstum því fjarlægðin milli sólar og næstu stjörnu, Proxima Centauri (meira en 40,000,000,000,000 km!). Skammbyssustjarnan gæti hafa byrjað líf sitt með efni á við um 200 sólarmassa, en síðan hefur stjarnan blásið frá sér efni í mjög kröftugum sólgosum. Í nýlegustu gosunum gæti stjarnan hafa blásið frá sér efni á við 10 sólarmassa! Slík stjarna ætti að vera mjög björt á næturhimninum, en ský úr smáum rykögnum sem eru á milli okkar og miðju Vetrarbrautarinnar, gleypir ljósið frá stjörnunni og gerir hana ósýnilega. Ef miðgeimsrykið væri ekki til staðar sæist þessi stjarna með berum augum jafnvel þó svo að hún sé í 25.000 ljósára fjarlægð. Vegna ryksins kemst hins vegar aðeins ein af hverjum milljarði ljóseinda frá stjörnunni alla leið til jarðar. Aðalheimild: Fréttatilkynning frá Hubble-sjónaukanum Sjá einnig: Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?