Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 132 svör fundust
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...
Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast. Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, ...
Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?
Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...
Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?
Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...
Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?
Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...
Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?
Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...
Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?
Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...
Eru al-Kaeda skipulögð samtök eða bara samheiti sem er notað yfir íslamska hryðjuverkamenn?
Al-Kaeda eru svo sannarlega skipulögð alþjóðleg hryðjuverkasamtök undir forystu Osama bin Ladens. Hins vegar hefur borið á því að undanförnu að nafnið sé einnig notað yfir nánast öll íslömsk hryðjuverkasamtök sem starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, jafnvel þótt þau tengist al-Kaeda ekki beint. Á þessu er sú s...
Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?
Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi. ...
Er til eitthvað sem nefnist kínversk læknisfræði og eru aðferðir hennar enn í notkun?
Kínversk læknisfræði er svo sannarlega til og hún er enn mikið ástunduð, jafnt innan sem utan Kína. Almennt er raunar vísað til hennar sem „hefðbundinnar kínverskrar læknisfræði“ (kínv. chuantong zhongguo yixue 傳統中國醫學, e. traditional Chinese medicine, oft stytt sem TCM), e...
Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?
Kamikaze voru sérstakar sjálfsmorðssveitir japanska hersins á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kamikaze-flugmenn flugu vélum sínum af ásettu ráði á herskip og önnur skotmörk andstæðinganna. Talið er að allt að 4000 japanskir hermenn hafi fórnað sér í kamikaze-árásum. Orðið kamikaze (神風...
Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?
Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun ...
Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?
Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...
Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?
Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki. Rannsóknarsvið Ólafs Páls var í upphafi frumspeki og heimspekileg rökfræði innan þeirrar hefðar heimspekinnar ...
Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni? Verða menn þá óþarfir? Ef það er rétt ályktað að greind sé samsett úr ýmsum flóknum upplýsingaferlum, og að þau ferli sé hægt að endurgera í öllum lykildráttum í vél sem hægt er að smíða, þá bend...