Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 959 svör fundust
Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?
Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirr...
Hver var Léon Foucault?
Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...
Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?
Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...
Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...
Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?
Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...
Hvernig er öruggast að geyma rafræn gögn?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að framtíðartryggja sig gegn úreldingu sniða? Hvaða aðferðir eru notaðar við varðveislu rafrænna gagna? Hvernig fara þjóðskjalasöfn að því að geyma rafræn gögn? Til að svara spurningu um varðveislu rafrænna gagna er fyrst rétt að skoð...
Hvað er rakhnífur Ockhams og hvernig beita vísindamenn honum?
Rakhnífur Ockhams er vel þekkt en jafnframt umdeild regla vísindalegrar aðferðafræði sem gengur í grófum dráttum út á að gera einfaldari kenningum hærra undir höfði en þeim sem flóknari eru. Rakhníf Ockhams er aðeins beitt þegar fleiri en ein kenning samrýmist þeim athugunum eða gögnum sem fyrir liggja. Reglan kve...
Hve margir á Íslandi hafa útskrifast sem stúdent 18 ára og yngri?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hve margir á Íslandi hafa útskrifast sem stúdent 18 ára og yngri? Miðað við þetta líðandi ár (2016). Hagstofa Íslands birtir ýmislegt talnaefni um þjóðfélagið. Meðal annars má þar finna upplýsingar um framhaldsskóla landsins og nemendur þeirra. Menntaskólinn í Reykjavík...
Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hver var Marcus Quintilianus? (Svana) Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth) Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamó...
Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?
Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...
Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...
Hversu algeng eru ristilkrabbamein?
Krabbamein í ristli eru um 7% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru þriðja algengasta dánarorsök hjá krabbameinssjúklingum á Íslandi. Þessi krabbamein eru heldur algengara hjá körlum en konum. Á árunum 2006-2010 var aldursstaðlað nýgengi hér á landi 23,...