Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Þorbjörn Björnsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin?

Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur oft ráðist af því hvaða skilning dómarar leggja í eitt orð. Stór hluti af aðferðafræði lögfræðinnar er þar af leiðandi tileinkaður því með hvaða hætti beri að skýra lagatexta; svokallaðar lögskýringar.[1]

Skýring hugtaka verður hins vegar mun flóknari þegar um er að ræða lagatexta sem er jafngildur á fleiri en einu tungumáli. Þar kemur til að blæbrigðamunur getur verið á milli þeirra orða sem eru notuð, það er hugtök mismunandi tungumála geta samtímis verið sambærileg og ósambærileg; lagaleg hugtök geta einnig haft mismunandi merkingu eftir réttarkerfum; og mismunandi hefðir við skýringu lagatexta geta leitt til mismunandi úrlausna. Í þessu samhengi má í dæmaskyni nefna að dómar Alþjóðadómstólsins í Haag eru ávallt birtir bæði á ensku og frönsku og málflutningur fyrir dómstólnum fer fram á báðum málum samtímis. Þetta fyrirkomulag á rætur sínar að rekja til þess að málin eru fulltrúar ólíkra réttarkerfa, meginlandsréttar/franska (civil law) og fordæmisréttar/enska (common law). Með þessum hætti er miðað að því að tryggja jafnræði milli réttarkerfanna tveggja, en í mjög einfaldaðri mynd skiptast réttarkerfi heims í þessi tvö kerfi.

Evrópusambandið (ESB) hefur þróast í þá átt að vera sjálfstætt réttarkerfi þar sem aðilar geta byggt beint á réttarreglum sambandsins í landsrétti aðildarríkjanna. Dómstóll sambandsins hefur lagt mikið upp úr því að skýra löggjöf sambandsins til samræmis við það markmið sem stefnt var að (markmiðsskýring). Í Evrópurétti er því ekki algengt að mikil áhersla sé lögð á skýringu einstakra hugtaka (textaskýring) enda væri það frekar ruglingsleg æfing með hliðsjón af því að lög sambandsins eru jafngild á 24 tungumálum.

Ef lagatexti næði ekki markmiði sínu sökum rangrar innleiðingar, kemur til greina að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt ef að slík innleiðing leiddi til tjóns fyrir aðila.

Til samanburðar má benda á áfrýjunarnefnd Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem leysir úr deilum milli aðildarríkja stofnunarinnar. Stór hluti úrskurða nefndarinnar fer í beinar tilvitnanir í orðabækur til að ná fram raunverulegri merkingu hugtaka sem skipta máli til úrlausnar deilumála.

Það kemur þó fyrir að dómstóll Evrópusambandsins fari rækilega ofan í merkingu einstakra hugtaka. Dómstóllinn er í samanburði við aðra alþjóðlega dómstóla mjög vel fjármagnaður og hefur yfir að ráða sérstakri þýðingardeild auk starfsmanna og dómara frá öllum aðildarríkjunum. Dómstóllinn getur því hæglega borið saman mismunandi útgáfur sama lagatexta til að leiða fram merkingu hugtaka og ná jafnframt fram samræmdri túlkun innan ESB. Í samræmi við aðferðafræði dómstólsins væri slík skýring ávallt framkvæmd með markmið viðkomandi löggjafar að leiðarljósi (sjá til dæmis forúrskurð dómstóls Evrópusambansins í málum C-261/08 og C-348/08 María Julia Zurita García og Aurelio Choque Cabrera gegn Delegado del Gobierno en la Región de Murci, mgr. 54). Í dæmaskyni má benda á forúrskurði dómstólsins í máli nr. C-445/09 IMC Securities BV gegn Stichting Autoriteit Financiële Markten þar sem ágreiningur var um merkingu eins hugtaks í hollenskri útgáfu markaðssvikatilskipunarinnar (houden). Til að ná fram merkingu hugtaksins var gripið til þess ráðs að bera orðalag hollensku útgáfunnar saman við spænsku, dönsku, þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, portúgölsku, finnsku og sænsku útgáfur tilskipunarinnar.

Ólíkt því sem gildir innan Evrópusambandsins þá geta aðilar ekki byggt með beinum hætti á gerð sem er orðin hluti af EES-rétti fyrir landsdómstólum EFTA-ríkjanna nema að þær hafi verið innleiddar í landsrétt. Eftir að viðkomandi gerð hefur verið innleidd í landsrétt getur hins vegar komið upp ágreiningur um hvort innleiðingin hafi verið gerð með réttum hætti. Þar getur komið til ósambærileiki tungumála og einnig geta mistök hafa verið gerð við þýðingu. Þess ber að geta að helsta markmið EES-samningsins er að koma á fót sameiginlegum innri markaði sem nær til allra Evrópusambandsríkjanna og þeirra EFTA-ríkja sem eru aðilar að samningnum; Íslands, Noregs og Liechtenstein. Ein mikilvægasta forsendan fyrir því að markmiðið um sameiginlegan markað náist er að aðilar njóti sömu réttinda og beri sömu skyldur burtséð frá því hvar þeir eru landfræðilega staddir innan markaðarins. Í þessum tilgangi eru til staðar lagaleg og stofnanaleg úrræði sem er ætlað að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-réttarins.[2]

Undirliggjandi þeim úrræðum sem er ætlað að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins er meginreglan um einsleitni (homogeneity). Til þess að ná fram einsleitni skuldbundu EFTA-ríkin sig til að innleiða reglu í landsrétti sem tryggir forgang EES-reglna ef þær stangast á við reglur landsréttar (bókun 35 við EES-samninginn). Meginreglan um einsleitni gerir þó víðtækari kröfur til þess að ná fram samræmdri skýringu. Íslenskum dómstólum ber því að notast við þær viðurkenndu túlkunaraðferðir sem eru tækar samkvæmt íslenskum rétti til þess að ná fram sömu niðurstöðu eins og ef gerðin hefði verið þýdd með réttum hætti.[3]

Ef vafi léki á eiginlegri merkingu hugtaks gætu íslenskir dómstólar leitað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. EFTA-dómstóllinn beitir að stærstum hluta sömu aðferðafræði og dómstóll Evrópusambandsins en segja má að þeir séu systur-dómstólar. Þegar kemur að skýringu hugtaka væri þó hugsanlega ákveðinn munur á dómstólunum þar sem EFTA-dómstóllinn er ekki jafn vel búinn til þess að framkvæma samanburðarskýringar. Þá hefur enska ákveðna sérstöðu þar sem samningaviðræður um EES-samninginn fóru fram á því tungumáli og enska er jafnframt það tungumál sem EFTA-dómstóllinn notast við í starfsemi sinni.[4] Það kemur þó ekki í veg fyrir að dómstóllinn líti til útgáfu gerða á öðrum tungumálum telji hann það gagnlegt til að komast að merkingu tiltekins hugtaks.[5]

Hvort sem um er að ræða mun sem ræðst af eðli tungumála eða mistökum við þýðingu, er ljóst að alltaf eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga við túlkun orðalags. Með öðrum orðum er ekki hægt túlka hugtak með þeim hætti að það sé í andstöðu við eiginlega merkingu orðsins. Við slíkar aðstæður, það er ef ekki er hægt að túlka lagatexta með þeim hætti að hann nái fram markmiði sínu sökum rangrar innleiðingar, kemur til greina að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt ef að slík innleiðing leiddi til tjóns fyrir aðila.[6]

Að lokum ber að geta þess að þau sjónarmið sem reifuð eru hér að framan ættu ekki endilega við í refsimáli. Í slíkum málum eru gerðar kröfur um skýrleika refsiheimilda og þess að þær séu fyrirsjáanlegar. Því hefðu dómstólar lítið svigrúm til að leiðrétta þýðingar ef þær væru sakborningi í óhag.

Tilvísanir:
  1. ^ Davíð Þór Jónsson, Lögskýringar, JPV útgáfa. (2008).
  2. ^ Þorbjörn Björnsson, „Inside and outside the EFTA court“. (2013) 46 Israel Law Review 61.
  3. ^ Páll Hreinsson, „Samræmd EES-túlkun“, (2014) 64 Tímarit lögfræðinga 273.
  4. ^ John Forman, „The EEA Agreement Five Years on“ (1999) 36 Common Market Law Review 751, 772.
  5. ^ Sjá til dæmis mál E-9/97, Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu, mgr. 25-31.
  6. ^ Sjá nánar um skilyrði skaðabótaábyrgðar ríkisins vegna rangrar innleiðingar grein Stefan Más Stefánssonar „State Liability in Community Law and EEA Law“ í bókinni The EFTA Court: Ten Years On (Hart 2005).

Mynd:

Höfundur

Þorbjörn Björnsson

lögfræðingur

Útgáfudagur

26.3.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorbjörn Björnsson. „Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68612.

Þorbjörn Björnsson. (2015, 26. mars). Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68612

Þorbjörn Björnsson. „Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin?

Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur oft ráðist af því hvaða skilning dómarar leggja í eitt orð. Stór hluti af aðferðafræði lögfræðinnar er þar af leiðandi tileinkaður því með hvaða hætti beri að skýra lagatexta; svokallaðar lögskýringar.[1]

Skýring hugtaka verður hins vegar mun flóknari þegar um er að ræða lagatexta sem er jafngildur á fleiri en einu tungumáli. Þar kemur til að blæbrigðamunur getur verið á milli þeirra orða sem eru notuð, það er hugtök mismunandi tungumála geta samtímis verið sambærileg og ósambærileg; lagaleg hugtök geta einnig haft mismunandi merkingu eftir réttarkerfum; og mismunandi hefðir við skýringu lagatexta geta leitt til mismunandi úrlausna. Í þessu samhengi má í dæmaskyni nefna að dómar Alþjóðadómstólsins í Haag eru ávallt birtir bæði á ensku og frönsku og málflutningur fyrir dómstólnum fer fram á báðum málum samtímis. Þetta fyrirkomulag á rætur sínar að rekja til þess að málin eru fulltrúar ólíkra réttarkerfa, meginlandsréttar/franska (civil law) og fordæmisréttar/enska (common law). Með þessum hætti er miðað að því að tryggja jafnræði milli réttarkerfanna tveggja, en í mjög einfaldaðri mynd skiptast réttarkerfi heims í þessi tvö kerfi.

Evrópusambandið (ESB) hefur þróast í þá átt að vera sjálfstætt réttarkerfi þar sem aðilar geta byggt beint á réttarreglum sambandsins í landsrétti aðildarríkjanna. Dómstóll sambandsins hefur lagt mikið upp úr því að skýra löggjöf sambandsins til samræmis við það markmið sem stefnt var að (markmiðsskýring). Í Evrópurétti er því ekki algengt að mikil áhersla sé lögð á skýringu einstakra hugtaka (textaskýring) enda væri það frekar ruglingsleg æfing með hliðsjón af því að lög sambandsins eru jafngild á 24 tungumálum.

Ef lagatexti næði ekki markmiði sínu sökum rangrar innleiðingar, kemur til greina að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt ef að slík innleiðing leiddi til tjóns fyrir aðila.

Til samanburðar má benda á áfrýjunarnefnd Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem leysir úr deilum milli aðildarríkja stofnunarinnar. Stór hluti úrskurða nefndarinnar fer í beinar tilvitnanir í orðabækur til að ná fram raunverulegri merkingu hugtaka sem skipta máli til úrlausnar deilumála.

Það kemur þó fyrir að dómstóll Evrópusambandsins fari rækilega ofan í merkingu einstakra hugtaka. Dómstóllinn er í samanburði við aðra alþjóðlega dómstóla mjög vel fjármagnaður og hefur yfir að ráða sérstakri þýðingardeild auk starfsmanna og dómara frá öllum aðildarríkjunum. Dómstóllinn getur því hæglega borið saman mismunandi útgáfur sama lagatexta til að leiða fram merkingu hugtaka og ná jafnframt fram samræmdri túlkun innan ESB. Í samræmi við aðferðafræði dómstólsins væri slík skýring ávallt framkvæmd með markmið viðkomandi löggjafar að leiðarljósi (sjá til dæmis forúrskurð dómstóls Evrópusambansins í málum C-261/08 og C-348/08 María Julia Zurita García og Aurelio Choque Cabrera gegn Delegado del Gobierno en la Región de Murci, mgr. 54). Í dæmaskyni má benda á forúrskurði dómstólsins í máli nr. C-445/09 IMC Securities BV gegn Stichting Autoriteit Financiële Markten þar sem ágreiningur var um merkingu eins hugtaks í hollenskri útgáfu markaðssvikatilskipunarinnar (houden). Til að ná fram merkingu hugtaksins var gripið til þess ráðs að bera orðalag hollensku útgáfunnar saman við spænsku, dönsku, þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, portúgölsku, finnsku og sænsku útgáfur tilskipunarinnar.

Ólíkt því sem gildir innan Evrópusambandsins þá geta aðilar ekki byggt með beinum hætti á gerð sem er orðin hluti af EES-rétti fyrir landsdómstólum EFTA-ríkjanna nema að þær hafi verið innleiddar í landsrétt. Eftir að viðkomandi gerð hefur verið innleidd í landsrétt getur hins vegar komið upp ágreiningur um hvort innleiðingin hafi verið gerð með réttum hætti. Þar getur komið til ósambærileiki tungumála og einnig geta mistök hafa verið gerð við þýðingu. Þess ber að geta að helsta markmið EES-samningsins er að koma á fót sameiginlegum innri markaði sem nær til allra Evrópusambandsríkjanna og þeirra EFTA-ríkja sem eru aðilar að samningnum; Íslands, Noregs og Liechtenstein. Ein mikilvægasta forsendan fyrir því að markmiðið um sameiginlegan markað náist er að aðilar njóti sömu réttinda og beri sömu skyldur burtséð frá því hvar þeir eru landfræðilega staddir innan markaðarins. Í þessum tilgangi eru til staðar lagaleg og stofnanaleg úrræði sem er ætlað að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-réttarins.[2]

Undirliggjandi þeim úrræðum sem er ætlað að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins er meginreglan um einsleitni (homogeneity). Til þess að ná fram einsleitni skuldbundu EFTA-ríkin sig til að innleiða reglu í landsrétti sem tryggir forgang EES-reglna ef þær stangast á við reglur landsréttar (bókun 35 við EES-samninginn). Meginreglan um einsleitni gerir þó víðtækari kröfur til þess að ná fram samræmdri skýringu. Íslenskum dómstólum ber því að notast við þær viðurkenndu túlkunaraðferðir sem eru tækar samkvæmt íslenskum rétti til þess að ná fram sömu niðurstöðu eins og ef gerðin hefði verið þýdd með réttum hætti.[3]

Ef vafi léki á eiginlegri merkingu hugtaks gætu íslenskir dómstólar leitað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. EFTA-dómstóllinn beitir að stærstum hluta sömu aðferðafræði og dómstóll Evrópusambandsins en segja má að þeir séu systur-dómstólar. Þegar kemur að skýringu hugtaka væri þó hugsanlega ákveðinn munur á dómstólunum þar sem EFTA-dómstóllinn er ekki jafn vel búinn til þess að framkvæma samanburðarskýringar. Þá hefur enska ákveðna sérstöðu þar sem samningaviðræður um EES-samninginn fóru fram á því tungumáli og enska er jafnframt það tungumál sem EFTA-dómstóllinn notast við í starfsemi sinni.[4] Það kemur þó ekki í veg fyrir að dómstóllinn líti til útgáfu gerða á öðrum tungumálum telji hann það gagnlegt til að komast að merkingu tiltekins hugtaks.[5]

Hvort sem um er að ræða mun sem ræðst af eðli tungumála eða mistökum við þýðingu, er ljóst að alltaf eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga við túlkun orðalags. Með öðrum orðum er ekki hægt túlka hugtak með þeim hætti að það sé í andstöðu við eiginlega merkingu orðsins. Við slíkar aðstæður, það er ef ekki er hægt að túlka lagatexta með þeim hætti að hann nái fram markmiði sínu sökum rangrar innleiðingar, kemur til greina að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt ef að slík innleiðing leiddi til tjóns fyrir aðila.[6]

Að lokum ber að geta þess að þau sjónarmið sem reifuð eru hér að framan ættu ekki endilega við í refsimáli. Í slíkum málum eru gerðar kröfur um skýrleika refsiheimilda og þess að þær séu fyrirsjáanlegar. Því hefðu dómstólar lítið svigrúm til að leiðrétta þýðingar ef þær væru sakborningi í óhag.

Tilvísanir:
  1. ^ Davíð Þór Jónsson, Lögskýringar, JPV útgáfa. (2008).
  2. ^ Þorbjörn Björnsson, „Inside and outside the EFTA court“. (2013) 46 Israel Law Review 61.
  3. ^ Páll Hreinsson, „Samræmd EES-túlkun“, (2014) 64 Tímarit lögfræðinga 273.
  4. ^ John Forman, „The EEA Agreement Five Years on“ (1999) 36 Common Market Law Review 751, 772.
  5. ^ Sjá til dæmis mál E-9/97, Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu, mgr. 25-31.
  6. ^ Sjá nánar um skilyrði skaðabótaábyrgðar ríkisins vegna rangrar innleiðingar grein Stefan Más Stefánssonar „State Liability in Community Law and EEA Law“ í bókinni The EFTA Court: Ten Years On (Hart 2005).

Mynd:

...