Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2083 svör fundust
Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?
Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...
Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu. ...
Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við mamma mín vorum að ræða það hvor væri hættulegri tarantúla eða svarta ekkjan. Það væri gaman að fá að vita það. Tarantúlur eru loðnar og oftast mjög stórvaxnar köngulær sem tilheyra ættinni Theraphosidae. Innan þessarar ættar eru þekktar um 900 tegundir og þetta er þv...
Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?
Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð. Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu? Það sem skiptir hins vegar ...
Er hægt að klóna manneskju?
Miðað við það hversu margar tegundir spendýra hafa verið einræktaðar (klónaðar) er ekki loku fyrir það skotið að hægt væri að klóna manneskju. Það er því, að minnsta kosti fræðilegur, möguleiki á því hægt sé að klóna manneskju. Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kja...
Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?
Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...
Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?
Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er ke...
Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?
Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er ...
Er orðið tískulaukur til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er til orðið tískulaukur? Er búin að rekast á þetta orð tvisvar nýlega á sitthvorum netmiðlinum og er að velta því fyrir mér hvort einhver sé að misskilja eitthvað eða hvort að þetta sé orð... Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tís...
Hvað eru tíkur oftast með marga spena?
Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæm...
Svitna svín?
Upprunalega spurningin var: Ég hef oft heyrt sagt að einhver 'svitni eins og svín', en svitna svín? Dýr hafa ýmsar leiðir til þess að stjórna líkamshitanum. Flest spendýr hafa svitakirtla og geta svitnað að einhverju leyti en afar fáar tegundir treysta á þessa aðferð til þess að stýra líkamshitanum og þá fyr...
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...
Eru GSM-símar skaðlegir heilsunni?
Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir af því hve hættulegt kunni að vera að nota farsíma. Þar er skýrt frá áhyggjum manna af því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og svefntruflunum, minnistapi, höfuðverk, ógleði og svima svo nokkuð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að minnst...
Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...
Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?1. Jesús og hjónabandið Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konu...