Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?

EDS

Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð.

Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

Það sem skiptir hins vegar meira máli í þessu svari er hvaða merkingu við leggjum í orðið land. Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum.

Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin á suðurpólnum.

Þegar orðið land er notað í merkingunni landsvæði er ekki nokkur vafi á því að Suðurskautslandið er land. Það er ekki bara eitthvert landsvæði heldur eitt af meginlöndum jarðar – sjá nánar í svari við spurningunni Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Suðurskautslandið er hins vegar ekki ríki þannig að þegar orðið land er notað í þeirri merkingu nær það ekki yfir Suðurheimsskautið. Þar er engin ríkisstjórn og þar á ekkert fólk ríkisfang, það eru engir „Suðurskautslendingar“ þrátt fyrir að vísindamenn dvelji þar tímabundið í rannsóknarstöðvum. Höfundur veit ekki hvort nokkurn tíma hefur komið til tals að stofna þar ríki og finnst það harla ólíklegt enda ekki mjög búsældarlegt svæði. En vissulega hafa sum ríki sýnt Suðurskautslandinu áhuga og gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Sem sagt, í merkingunni landsvæði er Suðurskautslandið land en ekki ef merkingin er ríki.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

2.3.2016

Spyrjandi

Guðmundur Hrannar

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8047.

EDS. (2016, 2. mars). Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8047

EDS. „Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8047>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?
Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð.

Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

Það sem skiptir hins vegar meira máli í þessu svari er hvaða merkingu við leggjum í orðið land. Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum.

Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin á suðurpólnum.

Þegar orðið land er notað í merkingunni landsvæði er ekki nokkur vafi á því að Suðurskautslandið er land. Það er ekki bara eitthvert landsvæði heldur eitt af meginlöndum jarðar – sjá nánar í svari við spurningunni Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Suðurskautslandið er hins vegar ekki ríki þannig að þegar orðið land er notað í þeirri merkingu nær það ekki yfir Suðurheimsskautið. Þar er engin ríkisstjórn og þar á ekkert fólk ríkisfang, það eru engir „Suðurskautslendingar“ þrátt fyrir að vísindamenn dvelji þar tímabundið í rannsóknarstöðvum. Höfundur veit ekki hvort nokkurn tíma hefur komið til tals að stofna þar ríki og finnst það harla ólíklegt enda ekki mjög búsældarlegt svæði. En vissulega hafa sum ríki sýnt Suðurskautslandinu áhuga og gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Sem sagt, í merkingunni landsvæði er Suðurskautslandið land en ekki ef merkingin er ríki.

Mynd:

...