Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHagfræði

Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband

Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum. Jörðin yrði því ekki í neinu...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?

Það telst betra mál að nota lýsingarorðið margur um það sem hægt er að telja. Sem dæmi mætti nefna: Það voru margir krakkar á leikvellinum fremur en Það var mikið af krökkum á leikvellinum, Margir bílar voru á stæðinu fremur en Mikið af bílum var á stæðinu. Á sama hátt telja margir betra mál að segja: Það var marg...

category-iconSálfræði

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?

Spurt var um orðasambandið ekki er um hvítt að velkja, það er ekki hvítt að velkja og það er ekki um hvítt að velkja í útvarpsþáttum Orðabókar Háskólans fyrir nokkrum árum. Það virðist ekki mikið notað en þó bárust nokkur svör sem bentu til að notkunin væri ekki staðbundin. Sögðu svarendur það notað um eitthva...

category-iconHeimspeki

Hvað er raunverulegt?

Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er slímhúðarflakk og hver eru einkenni þess?

Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur o...

category-iconHeimspeki

Er „af því bara“ svar?

Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...

category-iconHeimspeki

Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?

Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....

category-iconHeimspeki

Hvaðan kemur lognið?

Það er logn í dag, en það var ekki logn í gær, og því hlýtur lognið að hafa komið. Og ef lognið, sem er hér í dag en var hér ekki í gær, hefur komið, þá hlýtur það að hafa komið einhversstaðar frá. Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaðan kom lognið? Það hefur verið rotta undir rúminu mínu í dag, en það va...

category-iconHeimspeki

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

category-iconHeimspeki

Margir vilja ekki veiða dýr en finnst eðlilegt að kaupa kjöt í verslun. Hvernig er hægt að útskýra þessa mótsögn?

Hér skiptir öllu máli af hvaða ástæðu viðkomandi vill ekki veiða dýr eða slátra. Ef ástæðan er sú að hann telur það siðferðilega rangt að deyða dýr sér til matar virðist það vissulega fela í sér mótsögn að kaupa svo með glöðu geði kjöt í verslun. Að vísu má hugsa sér að viðkomandi gæti einhverra hluta vegna ál...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið skynjun dregið?

Orðið skynjun er svokallað sagnarnafnorð leitt af sögninni að skynja 'verða var við, athuga' með viðskeytinu -un, en sagnarnafnorð eru heiti þeirrar athafnar sem í sögninni felst. Skynjun er því 'það að skynja' eins og skemmtun er 'það að skemmta', skipun 'það að skipa', verslun 'það að versla' og svo framvegis. ...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconHugvísindi

Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...

Fleiri niðurstöður