Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Spurt var um orðasambandið ekki er um hvítt að velkja, það er ekki hvítt að velkja og það er ekki um hvítt að velkja í útvarpsþáttum Orðabókar Háskólans fyrir nokkrum árum. Það virðist ekki mikið notað en þó bárust nokkur svör sem bentu til að notkunin væri ekki staðbundin.
Sögðu svarendur það notað um eitthvað sem ekki þarf að vanda til, ekki þarf að fara vel með en einnig neikvætt um mann sem ekki þykir vandaður og verðskulda það sem hann verður fyrir.
Sögnin að velkja merkir í þessu sambandi 'óhreinka, krumpa'. Með orðasambandinu er þá upphaflega átt við að þar sem ekki er um eitthvað hreint (hvítt) að ræða þá muni ekkert um þótt það óhreinkist heldur meira. Það er síðan einnig notað í yfirfærðri merkingu um fólk.
Svipaðrar merkingar er sambandið það sér ekki á svörtu, það er þar sem eitthvað (flík, hlutur) er svart sést ekki þótt það óhreinkist.
Mynd:Wiping Cloth Company
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?“ Vísindavefurinn, 4. september 2003, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3707.
Guðrún Kvaran. (2003, 4. september). Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3707
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2003. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3707>.