Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5970 svör fundust
Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...
Hvað er steppa?
Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...
Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?
Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...
Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?
Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...
Hvað er Geiger-nemi? Hvað mælir hann og hvernig virkar hann?
Geiger-nemi er geislanemi af ákveðinni gerð. Um geislun má lesa meira í svarinu við spurningunni: Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Geiger-nemi flokkast undir geislamælitæki sem byggja á notkun jónunarhylkja, en jónunarhylki er lokað hylki með rafskautum sem fyllt er með gasi. Þegar geis...
Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?
Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfs...
Hvað er bankaleynd og hversu víðtæk er hún?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki? Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk f...
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?
Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Æðakölkun b...
Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?
Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...
Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?
Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...
Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?
Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn. Fi...
Er eitthvað líkt með hegðun Kötlu núna og hegðun Eyjafjallajökuls fyrir eldgosið 2010?
Stutta svarið Nei. Lengra svar Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á...
Hverjir gerðu steinstytturnar á Páskaeyju og í hvaða tilgangi?
Páskaeyja eða Rapa Nui er örlítil og einangruð eyja austarlega í Kyrrahafi. Hún er nærri 2000 km austar en austustu byggðu eyjar í Tuamotu-eyjaklasanum, en 4000 km frá ströndum Suður-Ameríku. Hún er aðeins 164 ferkílómetrar – tvöfalt stærri en Þingvallavatn. Evrópumenn komu þangað fyrst 1722 (á páskadegi, þar...
Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?
Samkvæmt V. kafla laga um ættleiðingar gegna kjörforeldrar upplýsingaskyldu gagnvart kjörbörnum. Þar segir að þeir skuli skýra kjörbarni frá því að það sé ættleitt jafnskjótt og það hefur þroska til. Þetta er útfært nánar og orðrétt segir í lögunum:Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri....