Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2171 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?

Með stærðfræðitáknum má skrifa „5 er stærra en 4“ sem „5 > 4“, og eins verður „5 er minna en 6“ að „5 < 6“. Eins og með svo margt annað í stærðfræði tekur nokkurn tíma að venjast þessum rithætti þannig að maður geti notað hann án umhugsunar. Þó eru til einhver heimilisráð til að minna sig á hvernig táknið ...

category-iconLandafræði

Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?

Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaga...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?

Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?

Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...

category-iconNæringarfræði

Er eggjarauða fitandi?

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?

Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd. Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er líti...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?

Átjándu aldar-fyrirtækið sem kallað hefur verið Innréttingarnar rekur upphaf sitt til ársins 1751. Starfsemi þess gekk undir ýmsum nöfnum þegar í upphafi. Það var stofnað af íslensku hlutafélagi sem á íslensku hét Hið íslenska hlutafélag og var fyrsta sinnar tegundar sem stofnað var á landinu. Félagið var stofnað ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?

Elliðavogslögunum er lýst í jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 259 (Myndun og mótun lands, Mál og menning 1991). Við Elliðavog, í Háubökkum og Ártúnshöfða koma fram setlög milli Reykjavíkurgrágrýtis og hraunlagamyndunar frá ár-kvarter (fyrri hluta kvartertímabilsins). Setsniðið er um 8 m þykkt, og efst í því, un...

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?

Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið,...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?

Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?

Spurningin hljóðar í heild sinni: Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar? Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) o...

category-iconVeðurfræði

Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?

Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

Fleiri niðurstöður