Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýmsar aðstæður. Sem dæmi tóku þeir sneið úr jarðvegi í Norður-Karólínu fylki og áætluðu síðan að á einni ekru með sömu jarðvegsdýpt væri fjöldi skordýra um 127 milljónir einstaklinga. Sambærilegt mat á jarðvegssneið í Pennsylvaníu gaf töluna rúmlega 400 milljónir en það svæði var mun grónara. Í þessari athugun kom fram að nokkrar tegundir skordýra, eins og lirfur smellibjallna (Elateridae), eru mjög algengar í sumum jarðvegsgerðum. Til dæmis má nefna að í sýnum frá Pennsylvaníu voru á bilinu 3-25 milljónir slíkra lirfa í jarðveginum.
Af öðrum skordýrum má nefna að í einu maurabúi geta verið nokkur hundruð þúsund maurar og að engisprettur safnast stundum saman í hóp sem telur vel yfir milljarð dýra.
Þegar þessar smærri einingar gefa svona háar tölur, verður heildarfjöldi skordýra á jörðinni tala sem við eigum ákaflega erfitt með að skilja og skynja. Fyrrnefndir fræðimenn meta heildarfjölda skordýra á jörðinni allt að 10.000.000.000.000.000.000 einstaklinga! Ef við þessa stjarnfræðilega háu tölu bætast síðan allar plöntur, gerlar, frumdýr og öll dýr og þörungar hafsins, kæmi út gríðarlega há tala, margfalt stærri en sú sem nefnd er hér að ofan.
Heimildir og áhugavert lesefni fyrir þá sem hafa gaman að tegundafjölbreytni á jörðinni:
May, R. M. 1988. „How many species are there on earth?“ Science, Volume 241: 441-1449.
Jón Már Halldórsson. „Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3023.
Jón Már Halldórsson. (2003, 20. janúar). Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3023
Jón Már Halldórsson. „Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3023>.