Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 863 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconMenntunarfræði

Hvað er læsi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

category-iconHeimspeki

Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?

Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...

category-iconHeimspeki

Hver er Jürgen Habermas og hvert er framlag hans til vísindanna?

Jürgen Habermas er af mörgum talinn fremsti heimspekingur Þýskalands í dag og einn merkasti kenningasmiður samtímans á sviði félagsvísinda. Hann tilheyrir þeim hópi núlifandi meistarahugsuða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega samkvæmt viðtekinni skiptingu greina í fræðaheiminum. Verk hans spanna breitt svið inn...

category-iconHeimspeki

Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...

category-iconHeimspeki

Hvað er daoismi?

Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?

Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er gamelan-tónlist?

Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur það sagt okkur um möttulstrókinn undir Íslandi ef nýleg kvika á Reykjanesskaga líkist kviku úr Kötlu og Grímsvötnum?

Stutta svarið Möttullinn undir Reykjanesskaga er grein af Íslands-möttulstróknum (2. mynd). Nákvæm skoðun á 30 tímasettum sýnum úr 2021-hrauninu við Fagradalsfjall (3. mynd) sýnir að jarðmöttullinn undir Reykjanesskaga, sem hraunbráðin hefur bráðnað úr, er misleitur, að minnsta kosti á smáum skala, og sama á þ...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um uppvakninga?

Í þjóðtrú ýmissa landa og í kvikmyndum og skáldsögum finnast verur sem við köllum yfirleitt uppvakninga á íslensku. Mörg þessara furðuvera eiga lítið annað sameiginlegt en að erlend heiti þeirra eru þýdd með sama orðinu á íslensku; til dæmis eru norrænu draugarnir sem vinna verk fyrir illa galdramenn ekki sömu fyr...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

Fleiri niðurstöður