Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2370 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Var Einstein samkynhneigður?

Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?

Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna fara kristnir menn aðeins eftir sumum ákvæðum Gamla testamentisins?

Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Einn forn höfundur orðaði regluna á þessa leið: „Nýja testamentið liggur hulið í Gamla testamentinu. Gamla testamentið opnast í Nýja testamentinu.“ Það er ljóst af lestri Nýja testamentisins að Jesús kom með nýja túlkun á boðum og fyri...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er innbyrðis hreyfing?

Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á in...

category-iconLandafræði

Hver er höfuðborg Brúnei?

Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?

Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...

category-iconVísindavefur

Ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag?

Ýmis vandkvæði eru á að svara þessari spurningu. Einn vandinn liggur í því að ekki er ljóst hve mikið gull vitringarnir þrír færðu Jesú. Annar vandi liggur í því að ekki er augljóst hvaða vexti ætti að miða við til að reikna út hvernig gullið hefði ávaxtast í 2000 ár. Engu að síður er vandalaust að leika sér m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða tvö spendýr verpa eggjum? Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar keypti Davíð ölið?

Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Alexander mikli?

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?

Að finna fyrir verk í enni þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt hefur stundum verið kallað heilakul (e. brain-freeze). Þetta þýðir þó ekki að heilinn sé að kólna, hvað þá frjósa. Líklega væri nærri lagi að kalla þetta frekar íshausverk (e. ice-cream headache) þar sem algengast er að finna fyrir verknum þeg...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju og hvernig lifa sveppir?

Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu. Sveppir eru rotverur og næras...

Fleiri niðurstöður