Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3474 svör fundust
Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?
Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...
Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?
Blettatígur (Acinonyx jubatus), tígrisdýr (Panthera tigris) og flest önnur kattardýr sem hafa verið rannsökuð eru með sömu litningatölu, 2n=38. Tegundir sem víkja frá þeirri reglu hafa litningatöluna 2n=36. Sami litningafjöldi í skyldum tegundum er venjulega merki um að þau geti átt lífvænleg afkvæmi innbyrðis þót...
Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...
Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?
Á bak við Vísindavefinn er fjölmennur hópur vísindamanna úr ýmsum ólíkum fræðigreinum. Flestir þeirra tengjast Háskóla Íslands eða stofnunum sem eru í samstarfi við hann. Þetta er skýringin á því að Vísindavefurinn á að geta svarað spurningum á mörgum sviðum þekkingar og vísinda. Hins vegar er vert að geta þess...
Hvers vegna hafa nafnorð kyn?
Íslenska telst til málaættar sem kölluð hefur verið indóevrópsk mál. Fornar heimildir um þessa málaætt (sanskrít, gríska, latína) sýna að orð höfðu ákveðið kyn, karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn eins langt aftur og tekist hefur að rekja. Hettitíska, sem einnig er af þessari málaætt og elstar heimildir eru til um, hef...
Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?
Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja ...
Hvernig varð Guð til?
Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...
Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?
Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn. Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum. En þótt drukkinn ...
Gáta: Hvað flýgur býflugan í gátunni langt?
Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að s...
Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað?
Bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni er kallaður vestræni bjartmáfurinn á íslensku. Önnur deilitegund bjartmáfsins er Larus glaucoides glaucoides og nefnist hann á íslensku austræni bjartmáfurinn. Á ensku er vestræni bjartmáfurinn nefndur Kulmien´s Iceland gull en sá austræni True Iceland gull. Ves...
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur?
Ósonið í ósonlaginu gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200 – 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hefur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri...
Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?
Já, mýs geta stokkið. Húsamús getur stokkið um 30 cm. Hún getur hlaupið níu metra upp vegg og stokkið niður 2,4 metra án þess að meiða sig. Húsamýs eru um 5-8 cm langar fyrir utan skottið og þær vega um 15-25 g. Húsamús líkist hagamúsinni en er minni og hefur lengra skott. Húsamús getur troðið sér í gegnum...
Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur ...
Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?
Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, ...