Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1420 svör fundust
Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?
Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...
Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?
Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata). Mjólkursnákar eru greindir niður í...
Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?
Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið? Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi h...
Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina?
Dýpsta hola sem boruð hefur verið niður í jörðina er á Kólaskaga í Rússlandi. Holan nefnist á ensku Kola Superdeep Borehole. Hafist var handa við borun hennar árið 1970 og var markmiðið sett á að komast 15.000 m niður. Árið 1979 var holan orðin tæplega 9.600 m og fór þar með fram úr Bertha Rogers-holunni í Oklahom...
Er hægt að temja ljón?
Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...
Eru skíðishvalir ófélagslyndir?
Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...
Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku? Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á fl...
Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað - en jú, hugsanlega er það siðlaust vegna þess að það eykur líkur á erfðagöllum hjá börnunum. Eftir því sem skyldleiki milli foreldra eykst því líklegra er að börnin líði fyrir skyldleikann. Hins vegar er breytilegt hvernig þessi áhrif verða en þó ljóst að þau geta verið mjög...
Geta lífverur búið inni í lífverum sem lifa í enn annarri lífveru?
Lífverur geta búið inni í öðrum lífverum og iðka þá samlífi, gistilífi eða sníkjulífi. Dæmi um samlífi eru örverur sem lifa í rótarhnyðjum plantna og trjáa og hjálpa þeim að binda nitur. Dæmi um sníkjulífi eru fjölmargar gerðir örvera (veira, baktería og sveppa) sem og dýra (sníkjudýra, samkvæmt skilgreiningu) se...
Hver fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði 2022 og fyrir hvað?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði eru veitt einstaklingum sem 50 manna hópur sérfræðinga við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi velur úr hópi tilnefninga sem sendar hafa verið Nóbelsnefndinni. Verðlaunin hafa verið veitt fyrir margskonar rannsóknir á frumum, genum, þroskun, veirum og bakteríum, en al...
Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?
Tvær náskyldar hafarnartegundir skipta með sér norðurhveli jarðar. Örninn, eða haförninn (Haliaeetus albicilla), er útbreiddur frá Vestur-Grænlandi til Austur-Síberíu. Skallaörninn, eða hvíthöfðaörn (Haliaeetus leucocephalus), nær frá Aljútaeyjum austur um Alaska og Kanada til Nýfundnalands og allt suður til nyrst...
Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?
Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir. Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á ...