Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1033 svör fundust
Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?
Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?
Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna. Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við M...
Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...
Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?
Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...
Verða allar manneskjur kynþroska?
Allir heilbrigðir einstaklingar verða kynþroska en það er mjög einstaklingsbundið hvenær kynþroski hefst og hvernig hann þróast. Því er varhugavert að bera sig saman við aðra, þótt slíkt sé ofureðlilegt. Sum heilkenni hafa það hins vegar í för með sér að einstaklingar með þau verða ekki kynþroska eða að minnst...
Er vindur og rok það sama?
Rok er vissulega vindur en ekki er þar með sagt að vindur sé endilega rok. Vindur verður ef loftþrýstingur er breytilegurr frá einum stað til annars, sjá nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju er vindur?. Vindhraðinn er vitanlega mjög mismunandi og er því æskilegt að hafa staðlað kerfi til að...
Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?
Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...
Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?
Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...
Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?
Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var te...
Er til íslenskt orð yfir phubbing?
Margir hafa vanið sig á að líta á símann sinn hvar sem er, til dæmis á fundum eða veitingastöðum. Þetta fyrirbæri, sem flestir þekkja, hefur fengið heitið phubbing á ensku og er sett saman úr ensku orðunum phone ‘sími’ og snub ‘hunsa’. Phubbing er hunsunin sem maður sýnir öðrum með því að líta á símann í stað þess...
Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...
Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?
Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...
Hvernig varð alheimurinn til?
Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...
Hvað eru hlutabréfavísitölur?
Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...