Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4708 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hún kokteilsósa?

Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd. Elstu dæm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skynlaus skepna?

Skynlaus skepna' þýðir nokkurn veginn 'dýr án mannlegs vits eða skynsemi' og er notað yfir kvikindi jarðar, önnur en manninn. Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynju...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru engin dæmi um notkun orðanna bakborði/stjórnborði í flugvélum. Við höfðum því samband við tvo reynda flugmenn sem sögðu okkur að slík notkun tíðkaðist ekki í flugmáli. Þess má geta að orðið stjórnborði er upphaflega dregið af því að stýrið var hægra megin á skipum en bakborði af...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er lengsta dýrið?

Lengsta dýr í heimi er talið vera risamarglyttan Praya sp. Hún getur orðið um 40-50 metrar á lengd og er þess vegna lengri en steypireyður sem getur orðið um 30 metrar. Steypireyðurin er hins vegar stærsta dýrið, enda getur hún orðið um 150 tonn að þyngd. Risamarglyttan er afar mjó, eða álíka og þykkur pen...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru sumir nördar en ekki aðrir?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvernig má skilgreina nörd? kemur eftirfarandi fram:Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð.Hugtakið nörd er þess...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.

Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku? Með örnefninu Gormur er lí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins grautur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir 'halló' eiginlega?

Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyr...

category-iconLandafræði

Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?

Bærinn er nefndur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1710 sem „Trimbilsstader“ í Ármúlalandi á Langadalsströnd og sagt að munnmæli segi að byggð hafi verið þar (VII:247). Í örnefnaskrá er nefnt að sögn sé um að bæinn hafi tekið af í jökulhlaupi. Trymbill er ef til vill auknefni manns frekar...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?

Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkuna...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?

Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv. Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?

Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir guð „Guð”?

Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dö...

Fleiri niðurstöður