Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku?

Með örnefninu Gormur er líklega átt við blautt mýrarstykki á Svínanesi í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Orðið gormur merkir ‚leðja, leir, leirborið vatn; rótlaust mýrarfen‘.

Svínanes í Austur-Barðastrandarsýslu.

Fleiri dæmi eru á þessum slóðum um örnefnið Gorm. Þannig segir sr. Friðrik Eggerz frá því í sóknarlýsingu frá 19. öld að í Gilsfjarðarbotni sé engjastykki og síki hjá, sem frá fornöld sé kallað Gormur. Hann segir enn fremur að sumir staðir á landinu og landspartar kennist líka af lögun sinni við ýmsa hluti, gormur sé kallaður í flyðrunni og lögunin sýnist ekki óáþekk (Dalasýsla,107). Þar á hann við að garnir fiska eru oft hringvafðar.

Ekki er ástæða til að halda að orðið gormur sé keltneskt. Í norrænum málum er sami stofn og í svipaðri merkingu og hér hefur verið reifuð. Þannig er í nýnorsku orðið gorm eða gurm í merkingunni ‚leðja, draf‘, og í sænskum mállýskum gorm eða gurma ‚forarbleyta‘ (ÁBlM, 270).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Reykjavík 2003.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 2. 10. 2014).

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

22.10.2014

Spyrjandi

Bergljót Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?“ Vísindavefurinn, 22. október 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67270.

Svavar Sigmundsson. (2014, 22. október). Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67270

Svavar Sigmundsson. „Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67270>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku?

Með örnefninu Gormur er líklega átt við blautt mýrarstykki á Svínanesi í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Orðið gormur merkir ‚leðja, leir, leirborið vatn; rótlaust mýrarfen‘.

Svínanes í Austur-Barðastrandarsýslu.

Fleiri dæmi eru á þessum slóðum um örnefnið Gorm. Þannig segir sr. Friðrik Eggerz frá því í sóknarlýsingu frá 19. öld að í Gilsfjarðarbotni sé engjastykki og síki hjá, sem frá fornöld sé kallað Gormur. Hann segir enn fremur að sumir staðir á landinu og landspartar kennist líka af lögun sinni við ýmsa hluti, gormur sé kallaður í flyðrunni og lögunin sýnist ekki óáþekk (Dalasýsla,107). Þar á hann við að garnir fiska eru oft hringvafðar.

Ekki er ástæða til að halda að orðið gormur sé keltneskt. Í norrænum málum er sami stofn og í svipaðri merkingu og hér hefur verið reifuð. Þannig er í nýnorsku orðið gorm eða gurm í merkingunni ‚leðja, draf‘, og í sænskum mállýskum gorm eða gurma ‚forarbleyta‘ (ÁBlM, 270).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Reykjavík 2003.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 2. 10. 2014).

...