Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynjun og skynfærum en upphaflega virðist orðið frekar hafa verið notað yfir vit og skilning. Í samsetta orðinu skynlaus og orðasambandinu skynlaus skepna hefur orðið með vit eða skynsemi að gera, það vit sem maðurinn hefur en önnur dýr ekki. Nafnorðið skepna er á hinn bóginn skylt sögninni 'að skapa'.
Hvað er skynlaus skepna?
Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynjun og skynfærum en upphaflega virðist orðið frekar hafa verið notað yfir vit og skilning. Í samsetta orðinu skynlaus og orðasambandinu skynlaus skepna hefur orðið með vit eða skynsemi að gera, það vit sem maðurinn hefur en önnur dýr ekki. Nafnorðið skepna er á hinn bóginn skylt sögninni 'að skapa'.
Útgáfudagur
12.7.2000
Spyrjandi
Gunndór Sigurðsson
Tilvísun
HMH. „Hvað er skynlaus skepna?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=634.
HMH. (2000, 12. júlí). Hvað er skynlaus skepna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=634
HMH. „Hvað er skynlaus skepna?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=634>.