Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3690 svör fundust
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Beygist vefur ekki þannig: vefur - vef - vef - vefjar?
Jú, þetta er sú beyging sem ýmsar orðabækur sýna. Hins vegar finnst okkur eignarfallið "Vísindavefs" fara alveg eins vel og "Vísindavefjar" svo að við höfum hyllst til þess að nota báðar orðmyndirnar á víxl, bæði hér á vefsetrinu og í Morgunblaðinu. Við erum ekki þar með að leggja til að beygingu orðsins sé bre...
Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?
Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð. Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pot...
Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?
Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...
Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?
Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...
Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?
Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eð...
Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?
Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku. Að námi lokn...
Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...
Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?
Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi. Elsta heillegi mannslíkami sem fundis...
Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....
Mega samkynhneigðir á Íslandi ekki ættleiða börn?
Samkynhneigðir á Íslandi hafa ekki heimild að lögum til svokallaðrar frumættleiðingar barna. Samkynhneigður aðili í staðfestri samvist má hins vegar ættleiða stjúpbarn sitt, það er barn sem maki hans á fyrir. Þetta kemur fram í 2. gr. laga 130/1999 um ættleiðingar og 1. mgr. 6. gr. laga 87/1996 um staðfesta samvis...
Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?
Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll. Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á...
Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?
Ein af helstu heimildum okkar fyrir grískri goðafræði eru kvæði skáldsins Hesíodosar frá því um 700 f.Kr. Í kvæðinu Goðakyn fjallar Hesíodos um ættfræði guðanna og annarra goðmagna sem eru persónugervingar hvers kyns fyrirbæra í náttúrunni. Ættarsaga guðanna er því um leið sköpunarsaga heimsins. Hesíodos segir...
Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?
Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...
Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun
Í dag voru Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt dr. Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi. Kristján starfar sem vísindamaður hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands jafnframt kennslu og að leiðbeina meistara- og doktorsnemum skóla Íslands. Geir Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs, og ...