Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1837 svör fundust
Hver var Trausti Einarsson og hvert var framlag hans til jarðvísinda?
Trausti Einarsson (1907–1984)[1] fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann 1927 með þeim árangri að hann hlaut einn af fjórum „stóru styrkjum“ menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms. Doktorsgráðu í stjörnufræði hlaut hann 1934 frá háskólanum í Götti...
Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?
Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...
Hvernig er leysiljósið unnið?
Til þess að fá grófa mynd af því hvernig leysir vinnur skulum við taka samlíkingu við fyrirbæri sem flestir þekkja. Á rokktónleikum og útisamkomum eiga hátalarakerfin það til að væla af sjálfu sér. Hér erum við með hringrás; hljóðmerki berast til hljóðnema, sem breytir þeim í rafmerki og sendir til magnara. Magnar...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...
Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?
Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...
Getur vatn verið þurrt?
Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...
Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?
Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...
Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?
Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...
Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?
Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...
Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?
Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...
Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?
Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...
Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...
Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...
Hvað voru borgríki Grikklands hið forna mörg og hver voru þau helstu?
Þessari spurningu er erfitt að svara af nákvæmni af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er saga Grikklands hins forna býsna löng og ólík borgríki voru leiðandi á ólíkum tímum. Í öðru lagi er erfitt að áætla nákvæma tölu grískra borgríkja á hverjum tíma. Varðveitt er rit um stjórnskipan Aþenu, sem eignað er heimspekingn...
Gefnir eru þrír hringir og þrír kassar. Er hægt að tengja hvern hring við hvern kassa með strikum án þess að strikin skerist?
Fullskipað 3,3-tvíhlutanet: Er hægt að teikna það án þess að leggirnir skerist?Þessi þraut er gjarnan orðuð á þennan hátt: Leggja þarf lagnir frá gasveitu, rafveitu og vatnsveitu í þrjú hús. Er hægt að gera það án þess að nokkurs staðar þurfi ein lögn að liggja yfir aðra? Þrautin er oft lögð fyrir jafnt börn se...