Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka. Engin sérstök ákvæði um afslæt...
Hvað er kvikuhlaup?
Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...
Hvernig myndast íshellar?
Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa sa...
Af hverju fær fólk bólur?
Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...
Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?
Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...
Er einhver með heimsmet í að lesa?
Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttin...
Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?
Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu á...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...
Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?
Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...
Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?
Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisbo...
Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?
Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem ha...
Eru apakettir og lemúrar sama dýrið?
Upphafleg spurning er sem hér segir: Hvaða dýr ganga undir nafninu apakettir? Eru það lemúrar? Hvers vegna eru þessum tveimur dýrategundum steypt saman í eitt nafn? Allir svokallaðir apar og hálfapar tilheyra ættbálki prímata sem telur alls 412 tegundir. Minnsta tegund prímata er lemúrategundin pygmy mouse lemu...
Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?
Skruðningarnir sem heyrast stundum í tölvum þegar mikið er á þær lagt koma alls ekki frá örgjörvanum heldur frá harða diskinum í tölvunni. Örgjörvar eru algjörlega hljóðlausir og eina hljóðið sem rekja má til þeirra er hljóðið í viftunni sem flytur loft til eða frá kælikubbnum sem er við örgjörvann. Ástæða þ...
Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?
Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...
Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni?
Hellisheiði er í vestanverðri Árnessýslu. Vestarlega á henni er Hellisskarð, kallað Öxnaskarð að fornu, nálægt Kolviðarhól. Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2003: Í Árnesþingi vestanverðu, eftir Þór Vigfússon er fjallað um nafnið Hellisheiði með eftirfarandi orðum:Ekki er vitað hví Hellisheiði heitir svo, enginn e...