Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4297 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskar eru barrakúðar?

Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...

category-iconSálfræði

Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?

Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?

Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...

category-iconHeimspeki

Er „af því bara“ svar?

Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað starfa stærðfræðingar?

Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega e...

category-iconStærðfræði

Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?

Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða afmælisdag Jarðar var Ævar vísindamaður að tala um í þættinum sínum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvenær varð Jörðin til og hvaða afmæli Jarðarinnar var þetta sem Ævar vísindamaður talaði um í þættinum sínum? Jörðin varð til fyrir um það bil 4.500 milljónum ára en það er ekki hægt að tilgreina aldur hennar mikið nákvæmar en það. Jörðin á því engan afmælisdag, ekki fre...

category-iconHagfræði

Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...

category-iconHugvísindi

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?

James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?

Hér einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru mikla líkur á að það skelli loftsteinn á jörðina? (Auðunn Axel Ólafsson f. 1988)Hverjar eru líkurnar á því að steinn lendi á jörðinni? (Jakob Guðnason f. 1986)Er líklegt að stór loftsteinn lendi á jörðinni á næstunni? (Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990.)Allar líku...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er rauður litur jólanna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?

Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

Fleiri niðurstöður