Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1140 svör fundust
Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinu...
Hvað getið þið sagt mér um brandháf?
BrandháfurBrandháfurinn (Hexanchus griseus) er líklega næstalgengasti háfiskurinn, næst á eftir hvíthákarlinum (Carcharodon carcharias). Eins og sjá má á mynd 2 þá finnst hann víða. Kortið sýnir að útbreiðsla hans sé allt í kringum Ísland en það er að öllum líkindum rangt því hann hefur einungis komið í veiðarfæri...
Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?
Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár. Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þ...
Hvað er langafasta?
Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...
Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?
Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...
Hvernig fiskar eru barrakúðar?
Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...
Hvað er Pfeiffer-heilkenni og hvernig lýsir það sér?
Pfeiffer-heilkenni er mjög sjaldgæfur fæðingargalli sem fyrst var greint frá árið 1964. Hann felst í því að saumar höfuðkúpubeina renna saman of snemma (e. craniosynostosis) sem leiðir til þess að höfuðkúpan aflagast. Þetta stafar af stökkbreytingu í geni sem stjórnar myndun viðtaka fyrir vaxtarþátt trefjakímfrumn...
Hvað gerir hóstarkirtillinn?
Hér er svarað spurningunum:Hvaða hlutverki gegnir hóstarkirtillinn? Hvar er hóstarkirtillinn staðsettur? Hóstarkirtill eða týmus (e. thymus) eins og hann er einnig kallaður, tilheyrir ónæmiskerfi líkamans. Hóstarkirtill er í raun ekki réttnefni þar sem hann er ekki kirtill heldur bleikgráleitt, tvíblaða líffæri ...
Af hverju þyngist maður með aldri?
Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig ha...
Getur þú sagt mér allt um marhnút?
Marhnútur (Myoxocephalus scorpius scorpius) hefur ekki notið mikilla vinsælda meðal bryggjudorgara í gegnum tíðina þar sem hann hefur þótt óætur og því lítið við veiðina að gera. Marhnúturinn er þó í rauninni vel ætur en hefur ekki þótt góður matfiskur vegna þess hversu illa haldinn hann getur verið af sníkjudýrum...
Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?
Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?
Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar ...