Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7949 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?

Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik. 5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem ...

category-iconLandafræði

Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?

Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni. Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru frumdýr?

Frumdýr (protozoa) eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-50 μm (míkrómetrar) að stærð. Sumar tegundir geta þó orðið allt að 1mm og því vel sýnilegar í víðsjá. Frumdýr eru langflest einfrumungar en fáeinar tegundir mynda sambú frumna. Lífríkinu er gjarnan skipt í þrjú yfirríki, en það eru gerlar (bact...

category-iconLæknisfræði

Hvað er streita og hvaða hlutverki gegnir hún?

Flestum er ljóst að lífsstíll getur haft mótandi áhrif á heilsuna. Í þessu felast ýmis tækifæri til að auka vellíðan og draga úr líkum á sjúkdómum. Það er í okkar höndum hvað og hversu mikið við borðum, hvort við hreyfum okkur, hvort við reykjum, og hvort og hvernig við notum áfengi. Ýmsum öðrum lífsstílsþáttum er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?

Trefjar eða trefjaefni í matvælum eru kolvetni sem líkaminn getur ekki melt. Flest kolvetni eru brotin niður í sykursameindir í líkamanum en ekki er hægt að gera það við trefjaefnin. Trefjaefnum er skipt í tvo meginflokka - leysanleg og óleysanleg - og eru báðir gagnlegir fyrir heilsuna. Leysanleg trefjaefni le...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er ástand neysluvatns á Íslandi?

Neysluvatnsauðlindin Nægilegt hreint vatn til neyslu hefur verið talið auðfengið og ódýrt á Íslandi. Úrkoma er mikil, eða 2000 mm á ári að jafnaði. Ísland er einnig eitt strjálbýlasta land í Evrópu ef íbúafjöldanum er dreift á allt flatarmál landsins, eða um 3 íbúar á ferkílómeter. Flestir Íslendingar búa hins v...

category-iconTrúarbrögð

Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?

Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...

category-iconSálfræði

Hver eru einkenni geðklofa?

Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin ve...

category-iconVísindi almennt

Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?

Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var Maria Montessori?

Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...

category-iconEfnafræði

Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?

Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...

category-iconLögfræði

Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?

Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þetta ákvæði veitir einstaklingum vernd jafnt fyrir ágangi hins opinbera og einkaaðila, til dæmis atvinnuveitanda. Þá segir í 2. mgr. að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum han...

category-iconLögfræði

Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?

Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög. Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum. Til að öðlast leyfi til á...

Fleiri niðurstöður