Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1056 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið í Bretlandi?

Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...

category-iconHagfræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt árið 2020?

Þann 12. október 2020 tilkynnti Konunglega sænska vísindaakademían að hún hefði ákveðið að veita bandarísku hagfræðingunum Paul R. Milgrom (f. 1948) og Robert B. Wilson (f. 1937) við Stanford-háskóla, minningarverðlaun Sænska Seðlabankans um Alfred Nobel. Verðlaunin fá þeir fyrir framlag sitt til aukins skilnings ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast mörg smádýr og örverur í hitabeltisregnskógum?

Í stuttu máli er svarið já, aragrúi smádýra og örvera á heimkynni í hitabeltisregnskógum. Langstærsta hluta líffræðilegar fjölbreytni er að finna í hitabeltisskógum og kallast fyrirbærið margbreytileikastigull miðbaugsins (e. latitude diversity gradient) (Willig og Presley, 2018). Kenningin er sú að líffræðile...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru: Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae) Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyj...

category-iconHugvísindi

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?

Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?

Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

category-iconSálfræði

Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju finnst okkur tvær nótur á nótnaborði sem heita sama nafni (t.d. c' og c'') hljóma eins og þær væru sama nótan? (Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992) Hljóðbylgjur myndast þegar eitthvað, til að mynda tónkvísl sem sveiflast, kemur ögnum í andrúmsloftinu (eða öðru efni, svo ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?

Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?

Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...

category-iconLæknisfræði

Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?

Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...

category-iconHeimspeki

Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?

Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...

category-iconHeimspeki

Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki. Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar torrent?

Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þ...

Fleiri niðurstöður