Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1142 svör fundust
Hver var Vilhjálmur Tell?
Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss. Stytta í bænum Altdorf í Sviss þ...
Hvar er hægt að jarðsetja duftker?
Duftker eru kerílát sem aska látins manns er varðveitt í eða jarðsett í. Algengast er að duftker séu jarðsett í sérstökum duftgarði og skal stærð hvers leiðis vera um ½ fermetri og dýpt duftkersgrafar um 1 metri samkvæmt lögum nr. 36/1993 með síðari breytingum. Þar stendur einnig: Nöfn þeirra sem duft er varðveit...
Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?
Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...
Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir voru snákaolíusölumenn? Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'. Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast e...
Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...
Hvernig og hvenær varð veirufræði til?
Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...
Hvernig á að skrifa sjúkdómsheiti á íslensku?
Í ritreglum Íslenskrar málnefndar segir að læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) séu rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki. Fjallað er um þetta í gr. 1.3.3.2 d í ritreglunum og sýnd dæmi, til dæmis akureyrarveikin, asíuflensa, fuglaflensa, hermannaveiki, inflúensa, l...
Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér? Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að bo...
Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...
Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?
Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...
Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...
Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...
Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?
Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...
Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?
Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...
Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?
Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...