Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 264 svör fundust
Geta heilafrumur fjölgað sér?
Hér er einnig svarað spurningunni:Benda nýjustu rannsóknir til þess að tauga- og heilafrumur geti endurnýjað sig, öfugt við það sem áður var talið? Ef vefir líkamans verða fyrir skemmdum búa flestir þeirra yfir þeim eiginleika alla ævi að geta gert við sig. Þennan eiginleika má að mestu þakka svokölluðum stofnfru...
Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?
Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...
Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?
Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar lí...
Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?
Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...
Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?
Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir: Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr ...
Getið þið frætt mig um klaufhala?
Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?
Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjú...
Hvernig byrjaði gosið í Geldingadölum og hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Gosið sem hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga er gott dæmi um það að vísindamenn geta stundum sagt fyrir um eldgos að sumu leyti en ekki öllu. Fimmtán mánuðum fyrir upphaf gossins byrjaði mikil skjálftavirkni á vestanverðum Reykjanesskaga og einnig sáust merki um kvikuinnskot, meðal annars með...
Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?
Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...
Falla ritreglur undir málfræði?
Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar. Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...
Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?
Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...
Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?
Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...