Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 748 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um fornbakteríur?
Fornbakteríur (archaea) eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Sennilega hafa eiginlegar bakteríur (eubacteria) þróast einhvern tímann í fyrndinni út frá fornbakteríum. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og eigin...
Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...
Eru hákarlar við Mallorca sem ráðast á fólk?
Mallorca tilheyrir Baleareyjum í Miðjarðarhafi, úti fyrir austurströnd Spánar. Alls lifa um 46 tegundir hákarla í Miðjarðarhafi, þar af 13 tegundir sem verða yfir þrír metrar á lengd. Það eru afar sjaldgæft að hákarlar ráðist á fólk við strendur Mallorca, eða annars staðar í Miðjarðarhafi, þrátt fyrir þær mill...
Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?
Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?
Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak v...
Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?
Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...
Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?
Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring...
Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?
Skáldsagan um ævintýri Róbinson Krúsó var gefin út árið 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan naut strax mikilla vinsælda og flestir þekkja nafnið hans Róbinson Krúsó enn í dag þó að það séu kannski ekki margir sem hafa lesið söguna um hann. Upphaflega hét sagan: The Life and Strange Surpri...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Hvað merkir skírdagur? Hvaða lækningagildi hefur lúpínan? Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands? Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin? Hver er eðlilegur blóðþrý...
Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út?
Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...
Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?
Upprunalega spurningin var: Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu? Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Mikl...