Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 395 svör fundust
Hvernig er veðurfarið á Hawaii?
Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. ...
Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?
Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...
Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...
Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?
Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér. Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm...
Hvernig myndast þrumur og eldingar?
Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...
Hvar eru Svörtuloft?
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvers vegna er bandaríska kjörmannaráðið ekki lagt niður? Fimm sinnum hefur gerst að sigurvegarinn fái færri atkvæði á landsvísu. Bandaríska kjörmannaráðið (e. electoral college) er sá hópur sem í reynd velur forseta Bandaríkjanna. Í forsetakosningum sjálfum er verið...
Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Hannesar Stefánssonar: Af hverju kemur fullt tungl?Fullt tungl verður einu sinni í hverri umferð tunglsins um jörð, þegar lína frá tungli hornrétt á brautarsléttu jarðar sker beinu línuna sem markast af sól og jörð. Um leið er tunglið nokkurn veginn fjærst sól í þeirri um...
Hvert er mikilvægi þörunga fyrir lífríki jarðar?
Þörungar gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi sjávar. Vistfræðileg staða þeirra er sambærileg við gróður á þurrlendi. Frumframleiðsla sjávar fer að mestu leyti fram meðal þörunga. Á þessu fyrsta fæðuþrepi er orka sólarinnar beisluð og þaðan berst hún upp eftir fæðukeðjunni. Dæmi um fæðuþrep í hafinu ...
Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?
Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...
Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?
Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...
Af hverju titrar rófan á köttum stundum?
Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann. ...
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...