Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 121 svör fundust
Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?
Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?
Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...
Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...
Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún?
Ampex-fyrirtækið setti fyrsta myndbandstækið á markað árið 1956 og byggði á þegar rúmlega hálfrar aldar gamalli uppfinningu danska vísindamannsins Valdemars Poulsens (1869-1942). Í upphafi voru myndbandstæki eingöngu notuð af sjónvarpsstöðvum og í kvikmyndaiðnaðinum en fyrir daga þeirra voru allir sjónvarpsþættir ...
Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?
Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...
Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...
Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?
Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. ...
Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?
Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...
Hvað er miltisbrandur?
Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sjúkdómar sem finnast í dýrum en geta jafnframt lagst á menn eru nefndir súnur (zoonosis). Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarn...
Hvað er stöðurafmagn?
Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...
Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...
Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...
Er Loch Ness skrímslið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...