Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 334 svör fundust
Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?
Áður en hægt er að ákvarða hvert sé lengsta stríð sem háð hefur verið verðum við að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu stríð. Það má skilgreina stríð sem átök tveggja eða fleiri hópa um skemmri eða lengri tíma. Bein hernaðarleg átök geta hins vegar legið niðri um skamman tíma þótt stríðsaðilarnir hafi ekki g...
Hvað er ECR og QR kerfi?
ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neyt...
Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?
Gárar eru vinsæl gæludýr og líklega algengustu búrfuglar á Íslandi. Þeir finnast í ýmsum litbrigðum, en villtir gárar eru nær alltaf grænir eða gulgrænir. Nafnið fá þeir af einkennandi gáróttu litamynstri á vængjum og baki. Gárar í búri Í góðu yfirlæti geta gárar lifað í allt að 12 ár og til eru einstök dæmi...
Hvað eru samfélagsmiðlar?
Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...
Geta hestar orðið þunglyndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...
Hver er munurinn á sósíalisma og kommúnisma?
Orðið „sósíalismi" var fyrst notað árið 1827 og þá til að lýsa sameignarhugmyndum Englendingsins Roberts Owens. Orðið „kommúnismi" er eldra og hugmyndin um kommúnískt samfélag (þar sem einkaeignarétturinn er bannaður) mun fyrst koma fyrir í Ríki Platons (4. öld f.Kr.). Merking þessara tveggja hugtaka hefur verið n...
Er erfitt að læra?
Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...
Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...
Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?
Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...
Hvað eru til mörg hestakyn?
Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólk...
Hvað þýðir orðið nörd?
Merking orðsins nörd (eða njörður/nörður) er nokkuð á reiki. Stundum hefur það verið notað í niðrandi merkingu um hallærislegt fólk sem kýs tæki og tól umfram mannleg samskipti. 'Nördar' eiga því ýmislegt sameiginlegt með bæði 'lúðum' og 'proffum', en þykja oft gáfaðri en lúðarnir og ef til vill hallærislegri en p...
Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?
Til að svara spurningu sem þessari verður maður að velta fyrir sér hugtaki í þróunarfræði sem nefnist aðlögun. Lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróa...
Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?
Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...
Sofa hestar?
Hestar eru þau spendýr sem þurfa hvað minnstan svefn. Hestar sofa yfirleitt um 3 tíma á sólarhring. Svipað gildir um fíla og kindur en þau sofa um 3-4 tíma á sólarhring. Leðurblökur eru þau spendýr sem sofa einna lengst, tæplega 20 tíma á sólarhring. Algeng heimilisdýr, eins og hundar og kettir, sofa um 11-12 tíma...
Hvernig læra börn að nota tungumálið?
Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf! Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem ful...