Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 149 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru svona strangar reglur í Norður-Kóreu?

Í öllum samfélögum gilda lög og reglur sem ætlað er að hafa taumhald á athöfnum einstaklinga. Ef engar reglur væru til staðar væri tæplega hægt að tala um eiginlegt „samfélag“, heldur einhvers konar „náttúruríki“ sem einkenndist af viðvarandi stríði allra gegn öllum, líkt og enski heimspekingurinn Thomas Hobbes lý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

category-iconVeðurfræði

Hvað er gegnumtrekkur?

Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru stýrikerfi búin til og hvernig virka þau?

Stýrikerfi eru yfirleitt gríðarlega flókin og margþættur hugbúnaður. Þess vegna er ekki auðvelt að svara því í stuttu máli hvernig þau eru búin til. Stýrikerfi koma alls staðar við sögu í notkun á tölvunni. Til að útskýra hversu margt stýrikerfið þarf að sjá um þá skulum við taka sem dæmi þegar notandi keyrir upp ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til skordýr sem éta maura?

Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...

category-iconSálfræði

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?

Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?

Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um fjallaljón?

Fjallaljón (Puma concolor), sem einnig kallast púma, er kattardýr af undirættinni Felinae (smákettir) og er eina tegundin innan Puma-ættkvíslarinnar. Þó fjallaljón teljist til smákatta eru þau tiltölulega stór, karldýrin eru á bilinu 36 til 120 kg að þyngd og kvendýrin 29 til 64 kg. Litur þeirra er nokkuð breytile...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?

Kamikaze voru sérstakar sjálfsmorðssveitir japanska hersins á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kamikaze-flugmenn flugu vélum sínum af ásettu ráði á herskip og önnur skotmörk andstæðinganna. Talið er að allt að 4000 japanskir hermenn hafi fórnað sér í kamikaze-árásum. Orðið kamikaze (神風...

category-iconLífvísindi: almennt

Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?

Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?

Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...

category-iconLæknisfræði

Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Galenos frá Pergamon var forngrískur læknir og rithöfundur sem bar höfuð og herðar yfir aðra forna lækna. Líklega er einungis Hippókrates, sem nefndur er faðir læknisfræðinnar, frægari en Galenos meðal lækna fornaldar en þó hefur Galenos ef til vill reynst Hippókratesi áhrifameiri. Galenos fæddist árið 129 e.Kr...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?

Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...

Fleiri niðurstöður