Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 146 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?

Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

category-iconStærðfræði

Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?

Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...

category-iconJarðvísindi

Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?

Á þeim síðum Veðurstofunnar sem gefa aðeins upp eina stærð skjálfta er átt við svonefnda vægisstærð, táknuð með MW eða aðeins M. Þetta er sú stærð sem jarðskjálftafræðingar nota mest nú á dögum. Sumar síður Veðurstofa Íslands tilgreina tvær tegundir stærða fyrir skjálfta sem mældir eru af íslenska skjálftamælan...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að styrkja umræðu um mannréttindi og stuðla að rannsóknum og fræðslu. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki þar sem hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til alþjóðlegra eftirlitsstofn...

category-iconJarðvísindi

Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?

Til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Berggrunnur á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins myndaðist í eldgosum sem urðu á hlýskeiðum ísaldar. Það þýðir að þau eru öll eldri en 11 þúsund ára gömul. Frá lokum ísaldar hafa nokkur hraun runnið um svæði á höfuðborgarsvæðinu sem nú...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconStærðfræði

Hvernig leysir maður jöfnu með þremur óþekktum stærðum?

Ef við höfum aðeins eina jöfnu með þremur óþekktum stærðum er líklegast að jafnan hafi óendanlega margar lausnir. Sem dæmi um undantekningu frá þessu má nefna jöfnuna x2 + y2 + z2 = 0en hún hefur eina og aðeins eina lausn þar sem x, y og z eru rauntölur, það er að segja lausnina x = y = z = 0. Jafnanx2 + y2 +...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?

Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru te...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...

category-iconStærðfræði

Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?

Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra. Í áðurnefndu svari kemur einnig fram a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?

Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum?

Þessi spurning er margþætt. Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess: Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Hann kann af einhverjum ástæðum að vil...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?

Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í h...

Fleiri niðurstöður