Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 119 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?

Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Harðskafi?

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...

category-iconHugvísindi

Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?

Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...

category-iconHugvísindi

Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?

Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...

category-iconHugvísindi

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...

category-iconHugvísindi

Hvað eru græn hugvísindi eða umhverfishugvísindi?

Í fyrstu kann þetta hugtak „umhverfishugvísindi“ (e. environmental humanities) að virðast nokkuð mótsagnakennt. Spyrja má hvort umhverfið komi hugvísindunum við eða hvað húmanísk fræði geti lagt af mörkum á sviði umhverfismála. Tengslin á milli umhverfismála og hugvísinda eru mun nánari en ætla mætti í fyrstu og s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpam...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er ævisaga Bobs Marleys?

Bob Marley eða Robert Nesta Marley eins og hann hét fullu nafni, fæddist 6. febrúar 1945 á eyjunni Jamaíku í Karabíska hafinu. Þekktastur er hann fyrir framlag sitt til reggítónlistar, en hann gerði lög eins og 'No woman no cry' og 'I shot the sheriff' ódauðleg. Faðir Marleys var hvítur plantekrustjóri að nafni...

category-iconÞjóðfræði

Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...

category-iconFornfræði

Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?

Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

category-iconMannfræði

Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?

Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?

Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?

Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...

Fleiri niðurstöður