Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 172 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?

Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?

Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafeldsneyti?

Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda. Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar? Þ...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er vitað að allar rafeindir séu nákvæmlega eins?

Ekki hefur tekist með beinum tilraunum að sýna fram á neinn mun á eiginleikum einstakra rafeinda en það getur ekki talist endanleg sönnun þess að þær séu allar eins. Rafeindin er ein af þeim tiltölulega fáu grundvallarögnum (öreindum) sem við teljum að heimurinn sé samsettur úr. Aðrar vel þekktar öreindir eru ljós...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna hnerrar maður?

Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)Hnerri e...

category-iconVísindafréttir

Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun

Í dag voru Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt dr. Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi. Kristján starfar sem vísindamaður hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands jafnframt kennslu og að leiðbeina meistara- og doktorsnemum skóla Íslands. Geir Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs, og ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?

Guðmundur G. Haraldsson er prófessor í lífrænni efnafræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Í upphafi beindust rannsóknir hans að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Slíkar fitusýrur einkenna fitu lýsis og sjávarfangs og eru EPA og DHA mikil...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er sameind?

Með öflugustu smásjám sem til eru í dag, sem hafa meira en milljónfalda stækkun, má sjá að ýmis efni eru búin til úr litlum óreglulegum ögnum sem eru kallaðar sameindir (einnig stundum nefndar "mólikúl" eftir alþjóðlega heitinu, samanber "molecule" á ensku). Við nánari athugun má sjá að þessar "óreglulegu" sameind...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?

Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rannsóknarstofu?

Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur rafeindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka...

Fleiri niðurstöður