
Í upphafi beindust rannsóknir Guðmundar G. Haraldssonar að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra.

Sýnishorn nokkurra sameinda asylglýseról fituefna (glýseról-burðargrindin sýnd í rauðu) sem Guðmundur og samstarfsfólk hafa smíðað. (1) Samhverft stöðubundið ÞAG skipað miðlungslangri fitusýru (kaprýlsýra, í svörtu) og EPA (í bláu); (2) Handhverft stöðubundið asylglýseról skipað miðlungslangri fitusýru (kaprósýra, í svörtum lit), DHA (í grænu) og virka lyfinu íbúprófeni (í bláu); (3) metoxylað eterlípíð með ómega-3 fjölómettaðri keðju í eterhluta sameindarinnar (í grænu) með sömu skipan tvítengja og sömu lengd og DHA. *Hendnistöðvar.
- © Kristinn Ingvarsson.
- Úr safni GGH.