Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 183 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...
Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?
Til að geta lifað er ekki nóg að hjartað slái. Blóðið sem það dælir þarf einnig að innihalda nógu mikið súrefni til að næra vefi líkamans og hjartadælan þarf að vera nógu öflug til að dreifa blóði til allra vefja. Ef súrefni skortir í blóð til dæmis vegna lungnabjúgs getur það leitt til dauða og ef rof verður á st...
Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?
Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...
Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?
Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?
Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...
Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Er varasamt að borða grillaðan mat?
Á sólríkum dögum draga margir útigrillin úr geymslum og loftið fyllist af indælli grilllykt. Það er ekki sama hvernig er staðið að eldun á grilli. Við matreiðslu yfir opnum eldi er hætta á myndun efna sem eru í flokki krabbameinsvaldandi efna. Þessi skaðlegu efni myndast við ófullkominn bruna og er þar helst að...
Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?
Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...
Hvað er telómerasi og hver eru áhrif hans á öldrun?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Ásu Eiríksdóttur: Hvert er hlutverk telómera (oddhulsa) og skipulagðs frumudauða varðandi öldrun? Allt frá ómunatíð hafa menn leitað ráða til að berjast gegn ellinni. Í textum sem eru um 4000 ára gamlir, og með því elsta sem hefur varðveist af rituðu máli, er að finna lýs...
Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?
Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í geg...
Hvað er æxlisbæligen?
Byrjum á að rifja stuttlega upp svar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? en þar sagði meðal annars um aðdraganda þess að frumur fari að hegða sér sem krabbameinsfrumur: Til grundvallar liggja alltaf breytingar í stjórnstöð frumunnar og forritum, það er í erfðaefninu (DNA)...
Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting. Á sama hátt og lö...
Hvað er í sígarettum?
Sígarettur eru í dag vel þekktar fyrir þau skaðlegu áhrif sem þær geta haft á heilsuna og rekja má til áhrifa frá þeim efnum sem þær innihalda. Í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd, en af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva e...
Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?
Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?
Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litn...