Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 518 svör fundust
Hvað búa margir á Hvolsvelli?
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins. Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930. Elstu tölur á vef Ha...
Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?
Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...
Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?
Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi?
Þetta svar er birt 10. janúar 2001. Kvöldið áður var glæsilegur og langvinnur almyrkvi á tungli og viðraði vel á Reykjavíkursvæðinu til að fylgjast með honum. Tunglmyrkvar verða á fullu tungli og sjást frá allri þeirri hlið jarðar sem þá snýr að tungli og frá sól, með öðrum orðum frá næturhliðinni. Vegna þess að j...
Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?
SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í ...
Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?
Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk. Tryggingarsjóður inn...
Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er skýringin á því að grjótskriður (rock avalance) renna oft langt fram og jafnvel upp í móti, samanber Steinholtshlaupið og Vatnsdalshóla?Framhlaup af þessu tagi eru „hamfara-atburðir“ þar sem geysileg orka leysist úr læðingi á örskömmum tíma. Menn eru ekki sammála um ein...
Nýtt útlit á Vísindavefnum
Þann 5. október 2007 var skipt um útlit á Vísindavefnum. Áður leit Vísindavefurinn út eins og sést hér á myndinni og hafði reyndar verið eins í öllum aðalatriðum frá því vefnum var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000. Svona leit Vísindavefurinn út fyrir útlitsbreytinguna í október. Nýja útlitið er hanna...
Af hverju snjóar?
Eins og kunnugt er snjóar þegar kalt er í veðri. En til þess að snjór verði til í háloftunum þarf annars vegar kulda og hins vegar raka. Hitastig niðri við jörð skiptir einnig máli. Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum en þegar neðar dregur fer það eftir hitastigi hvort úrkoman falli í formi rigningar, slyddu ...
Hvað er dýpsta lægð í mb sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust?
Dýpsta lægð sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust var 919,7 mb. Loftþrýstingur er nú að jafnaði tilfærður í einingu sem nefnist hektópaskal eða hPa og er hún hluti af alþjóðlega einingakerfinu SI. Ástæða þess að forskeytið hektó- er notað er sú að eitt hPa er sama og eldri eining, millibarinn (mb), ...
Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?
Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey,...
Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?
Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, of...
Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...
Hverjir eru lögbundnir frídagar okkar Íslendinga?
Lögboðnir frídagar á Íslandi, samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971, eru „helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13”. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru taldir upp í lögum nr. 32/1997 um helgidagafrið og er þeim þar skipt í þ...
Hvaða árgangur Íslendinga er stærstur?
Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2009 fæddust 5.026 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust árið 1960 eða 4.916. Nýfætt barn. Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað undanfarin ár. Árin 2008-2010 fæddu...