Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 548 svör fundust
Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?
Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...
Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...
Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?
Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...
Hvar á landinu finnst blóðberg?
Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...
Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í þeim tilgangi samþykkti Alþingi lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum en samkvæmt þeim er bannað að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og –tölvuleiki, sem og kvik...
Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?
Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...
Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?
Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...
Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi? Hvaða fyrirbæri er grúi og hver er þessi Ari?! Nafnorðið aragrúi ‘mikill fjöldi’ er sett saman úr hvorugkynsorðinu ar ‘rykkorn í sólargeisla’ og karlkynsorðinu grúi ‘fjöldi, mergð’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá mið...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi?
Þetta svar er birt 10. janúar 2001. Kvöldið áður var glæsilegur og langvinnur almyrkvi á tungli og viðraði vel á Reykjavíkursvæðinu til að fylgjast með honum. Tunglmyrkvar verða á fullu tungli og sjást frá allri þeirri hlið jarðar sem þá snýr að tungli og frá sól, með öðrum orðum frá næturhliðinni. Vegna þess að j...
Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir?
Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hefðu Icesave-samningarnir sem kenndir eru við Svavar Gestsson kostað íslenska ríkið hingað ...
Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum?
Rauði-ari (Ara macao) er ein þeirra fjölmörgu fuglategunda sem eiga sér heimkynni í Amasonskógunum.Regnskógar eru tegundaríkustu vistkerfi jarðar og Amasonregnskógarnir eru tegundaríkustu regnskógar jarðar. Rannsóknir hafa sýnt að þetta mikla skóglendi sem nær yfir stóran hluta Brasilíu, Kólumbíu, Venesúela, Perú ...
Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?
Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...
Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?
Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þ...